Skip to main content
All Posts By

Ívar Pétursson

Aðalfundur FVFÍ 2024

Eftir Fréttir

 

Aðalfundur FVFÍ verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl í sal félagsins að Borgartúni 22 og hefst kl. 18:30

 

Fundarefni:

  1. Hefðbundin aðalfundarstörf
  2. Lagabreytingar:
    • Önnur umræða og kosning um tillögur af lagabreytingum á lögum Sjúkrasjóðs FVFÍ.
    • Kosið um reglugerðabreytingar á Starfsmenntasjóð FVFÍ.
    • Aðrar tillögur ef berast.
  3. Kosning stjórnar.
  4. Önnur mál.
  5. Veitingar að fundi loknum.

Tillögur til lagabreytinga verða að hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

Eftirfarandi aðilar munu bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu:

Óskar Einarsson – Icelandair
Þorgrímur Sigurðsson – Icelandair
Helgi Rúnar Þorsteinsson – Icelandair
Viðar Andrésson – Icelandair

Eftirfarandi aðilar munu ekki bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu í aðalstjórn:

Ívar Pétursson – Icelandair

Félagsmenn sem vilja láta sig málefni félagsins varða eru hvattir til að bjóða sig fram til stjórnar eða senda inn tillögur að framboði.

Framboðum skal skila til skrifstofu FVFÍ skriflega eða með tölvupósti á [email protected] eigi síðar en 3 dögum fyrir aðalfund.

Ársreikningur verður birtur á snjallforriti FVFÍ viku fyrir fund og mun einnig liggja fyrir á skrifstofu félagsins á opnunartíma sem er mán.‐fim. á milli 10 og 15 en fös. milli 10 og 12.

Stjórnin

Breyting á gjaldskrá orlofshúsa Flugvirkjafélag Íslands.

Eftir Fréttir

Breyting á gjaldskrá orlofshúsa Flugvirkjafélag Íslands.

Stjórn FVFÍ samþykkti á stjórnarfundi þann 20. febrúar 2024 að hækka verð á leigu orlofshúsa félagsins og mun hækkunin taka gildi eftir næstkomandi páskaúthlutun eða þann 2. apríl 2024.

Leiguverð verður eftirfarandi:

Akureyri (2 hús):

  • Helgarleiga (fös-mán): 28.000kr
  • Stakur virkur dagur: 5.000kr
  • Vikuleiga: 40.000kr
  • Lágmarksgjald: 10.000kr.

Húsafell:

  • Helgarleiga (fös-mán): 25.000kr
  • Stakur virkur dagur: 4.000kr
  • Vikuleiga: 35.000kr
  • Lágmarksgjald: 10.000kr.

Flúðir:

  • Helgarleiga (fös-mán): 25.000kr
  • Stakur virkur dagur: 4.000kr
  • Vikuleiga: 35.000kr
  • Lágmarksgjald: 10.000kr.

Suðursveit:

Einungis í sumarleigu:

  • Vikuleiga: 30.000kr

 

 

Félagsfundur FVFÍ 19.mars

Eftir Fréttir

Félagsmenn FVFÍ

 

Félagsfundur FVFí verður haldinn þriðjudaginn 19.mars næstkomandi klukkan 19:00 að Borgartúni 22 þar sem ekki náðist lágmarksmæting samkvæmt 28 gr. í lögum FVFÍ á félagsfund sem haldinn var fimmtudaginn 14.mars 2024. Því auglýsir stjórn FVFÍ fund í annað sinn en sá fundur er lögmætur, hversu fáir sem mæta og löglega er boðað til fundar.

28. gr.

Félagsfundi skal boða þannig að líklegt sé að fundarboðið hafi borist viðtakanda tveim dögum fyrir fund. Heimilt er að boða til fundar með fundarboði á heimasíðu félagsins, rafrænt í gegnum snjallforrit félagsins, eða með tilkynningum frá trúnaðarmönnum sem deilt er á vinnustöðum. Fundir eru lögmætir ef löglega er til þeirra boðað og minnst 20 fullgildir félagsmenn eru mættir, þar af meirihluti stjórnar. Nú reynist of lítil þátttaka, þó löglega hafi verið til fundarins boðað og skal stjórnin þá auglýsa fund í annað sinn. Er sá fundur lögmætur, hversu fáir sem mæta. Ekki skal þó taka fyrir á slíkum fundi önnur mál en ræða átti á fundi þeim, sem fórst fyrir, nema fundarsókn reynist lögmæt samkvæmt fyrrgreindum ákvæðum laganna.

​​​​​​​

Dagskrá:

  1. Stjórn sjúkrasjóðs kynnir tillögur að breytingum á reglugerð sjúkrasjóðs FVFÍ fyrir komandi aðalfund FVFÍ. Breytingar á reglugerð snúa að eftirfarandi þáttum:
    1. Biðtími til bótaréttar.
    2. Hámarkstími bótaréttar
    3. Útfarastyrkur sjóðfélaga.
    4. Tvær nýjar greinar í reglugerð.
  2. Ívar Pétursson ritari kynnir tillögu að breytingum á reglum Starfsmenntasjóð FVFÍ fyrir komandi aðalfund FVFÍ.
  3. Önnur mál.

Mætið vel og stundvíslega

Stjórnin

Sértækur lífeyrissjóður / Tilgreind séreign

Eftir Fréttir

Stjórn Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ) vill hvetja félagsmenn að skoða stöðu sína á sértækum lífeyrissjóði (endurnefnt Tilgreind séreign).

Samið var um 3.5% auka framlag í lífeyrissjóð í aðalkjarasamningi FVFÍ. Þetta framlag er hugsað sem „sértækur lífeyrirssjóður“ hvers og eins félagsmanns, en er vistað í skyldusjóði viðkomandi flugvirkja.

Félagsmenn þurfa að ganga frá samkomulagi við sinn skyldulífeyrissjóð til að fá þessa peninga eyrnamerkta sér, og eru þeir lausir til greiðslu við 62 ára aldur og í hlutfalli við þá upphæð sem greidd hefur verið í sjóðinn. Sé ekki gengið frá samkomulagi um þessar greiðslur falla þær inn í almenna tryggingarsjóðinn og verða greiddar út eftir því hvernig hann stendur hverju sinni.

Hvetjum við félagsmenn til að skoða „mínar síður“ hjá sínum skyldulífeyrissjóð og athuga hvort greitt sé í sértækan lífeyrissjóð og ef ekki að fylla þá út eyðublað og skila því inn til að hefja söfnun í sértækan lífeyrissjóð.

Hér er hægt að nálgast nánari útlistingu/útskýringu á sértækum lífeyrissjóð/tilgreindri séreign hjá Söfnunarsjóði Lífeyrisréttinda (SL) og hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað fyrir séreignina hjá SL.