Guðbjörg Leifsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri Flugvirkjafélags Íslands.
Hlutverk hennar verður að sjá um rekstur skrifstofu félagsins og vinna með stjórn að mótun félagsins til framtíðar. Hún starfaði áður hjá Bláfugli, sem fjármála- og starfsmannastjóri og við samhæfingu og stjórnun tæknideildar.
Guðbjörg er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA gráðu frá Háskóla Íslands.
Guðbjörg hefur þegar hafið störf og bjóðum við hana velkomna til FVFÍ.
Nýlegar athugasemdir