Skip to main content
Monthly Archives

janúar 2024

Nýr skrifstofustjóri hjá FVFÍ

Eftir Fréttir

Guðbjörg Leifsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri Flugvirkjafélags Íslands.

Hlutverk hennar verður að sjá um rekstur skrifstofu félagsins og vinna með stjórn að mótun félagsins til framtíðar. Hún starfaði áður hjá Bláfugli, sem fjármála- og starfsmannastjóri og við samhæfingu og stjórnun tæknideildar.

Guðbjörg er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA gráðu frá Háskóla Íslands.

Guðbjörg hefur þegar hafið störf og bjóðum við hana velkomna til FVFÍ.

Starfsauglýsing – Vilt þú starfa í samhentu teymi flugvirkja Landhelgisgæslunnar?

Eftir Fréttir, Starfsauglýsingar

Landhelgisgæsla Íslands

Reykjavík

Vilt þú starfa í samhentu teymi flugvirkja Landhelgisgæslunnar?

Landhelgisgæsla Íslands leitar að traustum og áhugasömum flugvirkjum til að bætast í teymi sem annast almenna viðhaldsvinnu loftfara Landhelgisgæslunnar. Við leitum að einstaklingum sem búa yfir ríkri þjónustulund og hæfni til að takast á við krefjandi verkefni. Um framtíðarstarf er að ræða í lifandi starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð:
Hefðbundin vinna flugvirkja við viðhald á loftförum Landhelgisgæslu Íslands, flugvél og þyrlum. Starfið krefst þess að umsækjendur séu sveigjanlegir með að vinna utan fasts vinnustaðar, hvort heldur er innanlands eða erlendis. Föst starfsstöð er á Reykjavíkurflugvelli.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Viðurkenndu flugvirkjanámi lokið
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Drifkraftur, jákvæðni og gott álags- og streituþol
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
  • Góð almenn tölvukunnátta

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

Um Landhelgisgæslu Íslands:
Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg öryggis-, eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og fer með löggæslu á hafinu. Samkvæmt lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands er henni falið að gæta ytri landamæra og standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu kringum landið. Landhelgisgæslan fer með daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála sbr. varnarmálalög nr. 34/2008, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar NATO/LHG og ratsjár- og fjarskiptastöðva.
Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 230 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks. Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi – Þjónusta – Fagmennska
Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is.

Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2024. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Landhelgisgæslan starfar samkvæmt jafnréttisstefnu og er jafnlaunavottuð. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt Kjarasamningi FVFÍ og fjármálaráðherra vegna flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.

 

https://intellecta.is/storf/nanar-um-starfid/?job_code=J94042326