Skip to main content

Félagsfundur FVFÍ 19.mars

Eftir mars 15, 2024Fréttir

Félagsmenn FVFÍ

 

Félagsfundur FVFí verður haldinn þriðjudaginn 19.mars næstkomandi klukkan 19:00 að Borgartúni 22 þar sem ekki náðist lágmarksmæting samkvæmt 28 gr. í lögum FVFÍ á félagsfund sem haldinn var fimmtudaginn 14.mars 2024. Því auglýsir stjórn FVFÍ fund í annað sinn en sá fundur er lögmætur, hversu fáir sem mæta og löglega er boðað til fundar.

28. gr.

Félagsfundi skal boða þannig að líklegt sé að fundarboðið hafi borist viðtakanda tveim dögum fyrir fund. Heimilt er að boða til fundar með fundarboði á heimasíðu félagsins, rafrænt í gegnum snjallforrit félagsins, eða með tilkynningum frá trúnaðarmönnum sem deilt er á vinnustöðum. Fundir eru lögmætir ef löglega er til þeirra boðað og minnst 20 fullgildir félagsmenn eru mættir, þar af meirihluti stjórnar. Nú reynist of lítil þátttaka, þó löglega hafi verið til fundarins boðað og skal stjórnin þá auglýsa fund í annað sinn. Er sá fundur lögmætur, hversu fáir sem mæta. Ekki skal þó taka fyrir á slíkum fundi önnur mál en ræða átti á fundi þeim, sem fórst fyrir, nema fundarsókn reynist lögmæt samkvæmt fyrrgreindum ákvæðum laganna.

​​​​​​​

Dagskrá:

  1. Stjórn sjúkrasjóðs kynnir tillögur að breytingum á reglugerð sjúkrasjóðs FVFÍ fyrir komandi aðalfund FVFÍ. Breytingar á reglugerð snúa að eftirfarandi þáttum:
    1. Biðtími til bótaréttar.
    2. Hámarkstími bótaréttar
    3. Útfarastyrkur sjóðfélaga.
    4. Tvær nýjar greinar í reglugerð.
  2. Ívar Pétursson ritari kynnir tillögu að breytingum á reglum Starfsmenntasjóð FVFÍ fyrir komandi aðalfund FVFÍ.
  3. Önnur mál.

Mætið vel og stundvíslega

Stjórnin