Skip to main content

Eiður flugvirkjans

„Ég sver það við drengskap minn, að halda í helgum heiðri þeim réttindum og ábyrgð er ég hlaut við móttöku flugvirkjaskírteinis míns.

Vitandi að öryggi og líf annarra er komið undir kunnáttu minni og dómgreind, skal ég aldrei vísvitandi stofna öðrum í hættu, sem ég vil ekki koma mér sjálfum í eða mínum nánustu.

Ég heiti því að taka aldrei að mér eða samþykkja verk sem ég hef ekki fullkomna þekkingu á; ekki skal ég heldur láta nokkurn réttinda né réttindalausan yfirmann minn hafa áhrif á mig í þá átt að viðurkenna flugvél eða tæki, sem flughæf, gegn minni betri vitund.

Ég mun ekki láta þvinga mig til að taka ákvörðun sem er gegn minni samvisku né gegn þeim lögum og reglum sem framleiðandi fer fram á.  Ekki þiggja peningamútur eða annan persónulegan ávinning, né lýsa flugvél eða tæki flughæft, ef ég er í einhverjum vafa um að svo sé eftir að hafa framkvæmt sjálfur skoðun, eða ef ég er í vafa um hæfileika annars, sem hefur starfað við verkið.

Mér er fullkomlega ljós sú mikla ábyrgð, sem mér er færð í hendur, sem flugvirki, til þess að lýsa flugvél og tæki flughæf.  Þess vegna mun ég í engu víkja frá þessu heiti”.