Skip to main content
Flokkur

Uncategorized

AEI ársþing 2023 í Stavanger Noregi

Eftir Fréttir, Uncategorized

Í síðustu viku fóru fulltrúar FVFÍ á ársþing alþjóðasamtaka flugvirkja, Aircraft Engineers International, sem nú var haldin í Stavanger í Noregi.
Þar komu saman flugvirkjar frá öllum heimshornum, frá Ástralíu til Álasunds, til að ræða sameiginlegar áskoranir og málefni sem varða réttindi og skyldur flugvirkja. Helsta viðfangsefni samtakanna er að halda uppi heiðri réttindaflugvirkjans og að halda EASA upplýstu um mikilvægi þess að flugvirki með réttindi votti alla útskrift á vinnu við loftför.
Á næsta félagsfundi mun Birkir Halldórsson, fulltrúi FVFÍ í AEI samtökunum, halda kynningu á þeim málum sem komu upp og einnig almenna kynningu á samtökunum og þeirra verkum.

Nánar

Sigur í Landsrétti

Eftir Fréttir, Uncategorized

Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms frá því í febrúar 2022 þess efnis að ferðatími flugvirkja hjá Samgöngustofu skilgreinist sem vinnutími.
Flugvirkinn hafði því betur gegn íslenska ríkinu og telst dómurinn fordæmisgefandi fyrir allan vinnumarkaðinn.
Í stuttu máli er niðurstaðan sú að ef starfsmenn sem ferðast á vegum vinnu sinnar eru á ferðalagi lengur en vinnuskylda þeirra segir til um, eiga þeir að fá greitt fyrir þann tíma sem umfram er.
Héraðsdómur leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Íslenska ríkið getur óskað eftir áfríunarleyfi til Hæstaréttar og er því óvíst hvort að um endanlega niðurstöðu er að ræða.
Niðurstöðu dómsins er að finna hér; https://www.landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?Id=ec727b5b-310c-4b77-8e2d-030f8688270b&verdictid=c847fd75-1528-4568-b6d8-8d8d89c12393

Nánar