Skip to main content
Monthly Archives

febrúar 2024

Icelandair - Long Term Planner

Starfsauglýsing – Long Term Planner, Icelandair

Eftir Fréttir, Starfsauglýsingar

Long Term Planner

Icelandair óskar eftir að ráða öflugan einstakling sem hefur áhuga á fjölbreyttu og krefjandi starfi í Long Term Planning (viðhaldsskipulagningu) í Maintenance Planning deild. Um er að ræða starf sem unnið er í dagvinnu og með starfsstöð í viðhaldsskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli.

Maintenance Planning hefur yfirumsjón með skipulagningu á viðhaldi flugvéla Icelandair og sér um að undirbúa viðhaldsskoðanir og viðhaldsáætlun í samvinnu við aðrar deildir. Long Term Planning sérhæfir sig sérstaklega í undirbúning og skipulagi á stórskoðunum.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Undirbúningur og uppsetning á vinnupökkum fyrir stórar viðhaldsskoðanir
 • Eftirfylgni við stórskoðanir í samvinnu við viðhaldsaðila félagsins á Íslandi og erlendis
 • Áætlanagerð og önnur tilfallandi verkefni varðandi skipulagningu á viðhaldi
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Part 66 eða verk/tæknifræðimenntun
 • Góðir skipulagshæfileikar
 • Þarf að geta unnið í hóp og átt í góðum samskiptum við viðhaldsaðila
 • Þekking á Maintenance Program er kostur
 • Góð þekking á CAME og EASA reglugerð
 • Reynsla af viðhaldi flugvéla er kostur
 • Mjög góð enskukunnátta, bæði í rituðu og mæltu máli
 • Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að taka sjálfstæðar ákvarðanir
 • Útsjónarsemi og lausnamiðað hugafar
 • Góð almenn tölvuþekking og þekking á MXI er kostur

 

https://alfred.is/starf/long-term-planner

 

Sértækur lífeyrissjóður / Tilgreind séreign

Eftir Fréttir

Stjórn Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ) vill hvetja félagsmenn að skoða stöðu sína á sértækum lífeyrissjóði (endurnefnt Tilgreind séreign).

Samið var um 3.5% auka framlag í lífeyrissjóð í aðalkjarasamningi FVFÍ. Þetta framlag er hugsað sem „sértækur lífeyrirssjóður“ hvers og eins félagsmanns, en er vistað í skyldusjóði viðkomandi flugvirkja.

Félagsmenn þurfa að ganga frá samkomulagi við sinn skyldulífeyrissjóð til að fá þessa peninga eyrnamerkta sér, og eru þeir lausir til greiðslu við 62 ára aldur og í hlutfalli við þá upphæð sem greidd hefur verið í sjóðinn. Sé ekki gengið frá samkomulagi um þessar greiðslur falla þær inn í almenna tryggingarsjóðinn og verða greiddar út eftir því hvernig hann stendur hverju sinni.

Hvetjum við félagsmenn til að skoða „mínar síður“ hjá sínum skyldulífeyrissjóð og athuga hvort greitt sé í sértækan lífeyrissjóð og ef ekki að fylla þá út eyðublað og skila því inn til að hefja söfnun í sértækan lífeyrissjóð.

Hér er hægt að nálgast nánari útlistingu/útskýringu á sértækum lífeyrissjóð/tilgreindri séreign hjá Söfnunarsjóði Lífeyrisréttinda (SL) og hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað fyrir séreignina hjá SL.