Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Veiðikortið 2024

Eftir Fréttir
Veiðikortið 2024
 
Hægt er að kaupa rafrænt veiðikort hjá Flugvirkjafélagi Íslands.
Veiðikortið er niðurgreitt af FVFÍ og kostar kr. 5.900 kr fyrir félagsmenn.
Veiðikortið er hægt að kaupa á orlofsvef FVFÍ hér
Nánari upplýsingar um veiðikortið er hægt að nálgast hér

Fordæmisgefandi dómur Hæstaréttar um vinnutíma í ferðum flugvirkja

Eftir Fréttir

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar frá því sl. haust þess efnis að allur ferðatími flugvirkja hjá Samgöngustofu skilgreinist sem vinnutími. Flugvirkinn hafði því betur gegn íslenska ríkinu. Dómurinn hefur fordæmisgildi fyrir allan vinnumarkaðinn, hvort tveggja opinbera og almenna vinnumarkaðinn.

Í stuttu máli gengur niðurstaða dómsins út á að ef starfsmenn sem ferðast til annars áfangastaðar en reglubundinnar starfsstöðvar í því skyni að inna af hendi störf sín að kröfu vinnuveitandans, þar sem ferðatíminn er til lengri tíma en dagvinnutíma nemur, telst ferðatíminn til vinnutíma. Ber vinnuveitanda að tryggja lágmarksréttindi starfsmanns á þeim tíma lögum samkvæmt. Samgöngustofa og ríkið höfðu hafnað kröfu um að viðurkenna allan ferðatíma í ferðum milli landa sem vinnutíma, þrátt fyrir að sá hluti ferðatímans sem féll innan dagvinnutíma hafi verið viðurkenndur sem vinnutími og laun greidd fyrir dagvinnutímann. Byggir dómsniðurstaðan á túlkun á vinnutímaskilgreiningu, sem innleidd er í íslensk lög úr vinnutímatilskipun ESB. Héraðsdómur leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í því skyni að fá túlkun þess dómstóls á því hvernig skýra bæri umrætt ákvæði. Taldi EFTA-dómstóllinn að um vinnutíma væri að ræða þegar starfsmaður í svipaðri stöðu og flugvirkinn er í ferðum á vegum vinnuveitanda. Fallist var á dómsniðurstöðu EFTA-dómstólsins í málinu á öllum dómstigum hérlendis. Dómur Hæstaréttar er endanleg dómsniðurstaða um dómkröfu flugvirkjans.

Niðurstöðu Hæstaréttar er að finna hér: https://www.haestirettur.is/domar/_domur/?id=cdc3ef5b-6e88-4b16-a886-5644e6987ec1

Aðalfundur FVFÍ 2024

Eftir Fréttir

 

Aðalfundur FVFÍ verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl í sal félagsins að Borgartúni 22 og hefst kl. 18:30

 

Fundarefni:

 1. Hefðbundin aðalfundarstörf
 2. Lagabreytingar:
  • Önnur umræða og kosning um tillögur af lagabreytingum á lögum Sjúkrasjóðs FVFÍ.
  • Kosið um reglugerðabreytingar á Starfsmenntasjóð FVFÍ.
  • Aðrar tillögur ef berast.
 3. Kosning stjórnar.
 4. Önnur mál.
 5. Veitingar að fundi loknum.

Tillögur til lagabreytinga verða að hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

Eftirfarandi aðilar munu bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu:

Óskar Einarsson – Icelandair
Þorgrímur Sigurðsson – Icelandair
Helgi Rúnar Þorsteinsson – Icelandair
Viðar Andrésson – Icelandair

Eftirfarandi aðilar munu ekki bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu í aðalstjórn:

Ívar Pétursson – Icelandair

Félagsmenn sem vilja láta sig málefni félagsins varða eru hvattir til að bjóða sig fram til stjórnar eða senda inn tillögur að framboði.

Framboðum skal skila til skrifstofu FVFÍ skriflega eða með tölvupósti á [email protected] eigi síðar en 3 dögum fyrir aðalfund.

Ársreikningur verður birtur á snjallforriti FVFÍ viku fyrir fund og mun einnig liggja fyrir á skrifstofu félagsins á opnunartíma sem er mán.‐fim. á milli 10 og 15 en fös. milli 10 og 12.

Stjórnin

Sumarúthlutun orlofshúsa 2024

Eftir Fréttir

Opnað  hefur verið fyrir sumarúthlutun orlofshúsa á Orlofshúsavef FVFÍ og verður opið fyrir umsóknir 21 – 28.mars.

Orlofstímabilið er frá 30. maí – 29. ágúst. –

Úthlutað verður 29.mars en greiðslufrestur er til 02. apríl, kl. 11:00.

60. punktar dragast frá fyrir viku. Suðursveit hefur ekki punktafrádrátt.

 

Opnað verður fyrir „Fyrstur kemur fyrstur fær“ fyrir þá sem fengu höfnun 02.apríl kl. 13:00

Opnað verður fyrir alla 04.apríl kl 09:00.

 

ATH – Fimmtudagar eru skiptidagar.

 

Sjá https://orlof.is/fvfi/

Breyting á gjaldskrá orlofshúsa Flugvirkjafélag Íslands.

Eftir Fréttir

Breyting á gjaldskrá orlofshúsa Flugvirkjafélag Íslands.

Stjórn FVFÍ samþykkti á stjórnarfundi þann 20. febrúar 2024 að hækka verð á leigu orlofshúsa félagsins og mun hækkunin taka gildi eftir næstkomandi páskaúthlutun eða þann 2. apríl 2024.

Leiguverð verður eftirfarandi:

Akureyri (2 hús):

 • Helgarleiga (fös-mán): 28.000kr
 • Stakur virkur dagur: 5.000kr
 • Vikuleiga: 40.000kr
 • Lágmarksgjald: 10.000kr.

Húsafell:

 • Helgarleiga (fös-mán): 25.000kr
 • Stakur virkur dagur: 4.000kr
 • Vikuleiga: 35.000kr
 • Lágmarksgjald: 10.000kr.

Flúðir:

 • Helgarleiga (fös-mán): 25.000kr
 • Stakur virkur dagur: 4.000kr
 • Vikuleiga: 35.000kr
 • Lágmarksgjald: 10.000kr.

Suðursveit:

Einungis í sumarleigu:

 • Vikuleiga: 30.000kr

 

 

Félagsfundur FVFÍ 19.mars

Eftir Fréttir

Félagsmenn FVFÍ

 

Félagsfundur FVFí verður haldinn þriðjudaginn 19.mars næstkomandi klukkan 19:00 að Borgartúni 22 þar sem ekki náðist lágmarksmæting samkvæmt 28 gr. í lögum FVFÍ á félagsfund sem haldinn var fimmtudaginn 14.mars 2024. Því auglýsir stjórn FVFÍ fund í annað sinn en sá fundur er lögmætur, hversu fáir sem mæta og löglega er boðað til fundar.

28. gr.

Félagsfundi skal boða þannig að líklegt sé að fundarboðið hafi borist viðtakanda tveim dögum fyrir fund. Heimilt er að boða til fundar með fundarboði á heimasíðu félagsins, rafrænt í gegnum snjallforrit félagsins, eða með tilkynningum frá trúnaðarmönnum sem deilt er á vinnustöðum. Fundir eru lögmætir ef löglega er til þeirra boðað og minnst 20 fullgildir félagsmenn eru mættir, þar af meirihluti stjórnar. Nú reynist of lítil þátttaka, þó löglega hafi verið til fundarins boðað og skal stjórnin þá auglýsa fund í annað sinn. Er sá fundur lögmætur, hversu fáir sem mæta. Ekki skal þó taka fyrir á slíkum fundi önnur mál en ræða átti á fundi þeim, sem fórst fyrir, nema fundarsókn reynist lögmæt samkvæmt fyrrgreindum ákvæðum laganna.

​​​​​​​

Dagskrá:

 1. Stjórn sjúkrasjóðs kynnir tillögur að breytingum á reglugerð sjúkrasjóðs FVFÍ fyrir komandi aðalfund FVFÍ. Breytingar á reglugerð snúa að eftirfarandi þáttum:
  1. Biðtími til bótaréttar.
  2. Hámarkstími bótaréttar
  3. Útfarastyrkur sjóðfélaga.
  4. Tvær nýjar greinar í reglugerð.
 2. Ívar Pétursson ritari kynnir tillögu að breytingum á reglum Starfsmenntasjóð FVFÍ fyrir komandi aðalfund FVFÍ.
 3. Önnur mál.

Mætið vel og stundvíslega

Stjórnin

Sveinspróf í flugvirkjun verður haldið helgina 20-21. apríl næstkomandi, ef næg þátttaka næst.

Eftir Fréttir

Umsóknir þurfa að berast fyrir 5. apríl 2024. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu félagsins, undir Eyðublöð og sendist til Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22, 105 Reykjavík, eða á [email protected]

Prófgjöld kr. 5.500.- Námskeiðsgjald kr. 35.500.-

Þeir sem hafa verið meðlimir FVFÍ í 6 mánuði greiða ekki fyrir námskeið.

Nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu félagsins í síma 5621610.

Sértækur lífeyrissjóður / Tilgreind séreign

Eftir Fréttir

Stjórn Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ) vill hvetja félagsmenn að skoða stöðu sína á sértækum lífeyrissjóði (endurnefnt Tilgreind séreign).

Samið var um 3.5% auka framlag í lífeyrissjóð í aðalkjarasamningi FVFÍ. Þetta framlag er hugsað sem „sértækur lífeyrirssjóður“ hvers og eins félagsmanns, en er vistað í skyldusjóði viðkomandi flugvirkja.

Félagsmenn þurfa að ganga frá samkomulagi við sinn skyldulífeyrissjóð til að fá þessa peninga eyrnamerkta sér, og eru þeir lausir til greiðslu við 62 ára aldur og í hlutfalli við þá upphæð sem greidd hefur verið í sjóðinn. Sé ekki gengið frá samkomulagi um þessar greiðslur falla þær inn í almenna tryggingarsjóðinn og verða greiddar út eftir því hvernig hann stendur hverju sinni.

Hvetjum við félagsmenn til að skoða „mínar síður“ hjá sínum skyldulífeyrissjóð og athuga hvort greitt sé í sértækan lífeyrissjóð og ef ekki að fylla þá út eyðublað og skila því inn til að hefja söfnun í sértækan lífeyrissjóð.

Hér er hægt að nálgast nánari útlistingu/útskýringu á sértækum lífeyrissjóð/tilgreindri séreign hjá Söfnunarsjóði Lífeyrisréttinda (SL) og hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað fyrir séreignina hjá SL.

Nýr skrifstofustjóri hjá FVFÍ

Eftir Fréttir

Guðbjörg Leifsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri Flugvirkjafélags Íslands.

Hlutverk hennar verður að sjá um rekstur skrifstofu félagsins og vinna með stjórn að mótun félagsins til framtíðar. Hún starfaði áður hjá Bláfugli, sem fjármála- og starfsmannastjóri og við samhæfingu og stjórnun tæknideildar.

Guðbjörg er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA gráðu frá Háskóla Íslands.

Guðbjörg hefur þegar hafið störf og bjóðum við hana velkomna til FVFÍ.

Ný heimasíða Flugvirkjafélags Íslands

Eftir Fréttir

Ný heimasíða Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ) fer í loftið á www.flug.is þann 24. Nóv næstkomandi.  Mun ný heimasíða FVFÍ leysa þá gömlu af hólmi.

Nýja heimasíðan er í töluvert breyttri mynd frá þeirri sem er, en hún mun þjónusta sem opin frétta og tenglasíða en allar fréttir og tilkynningar sem þar birtast eru öllum aðgengilegar.

Ekki verður hægt að komast inn á sér læst svæði fyrir notendur á nýju heimasíðunni.

Allar upplýsingar sem finna má á nýverandi síðu inn á læstu svæði verða því eingöngu aðgengilegar í appi FVFÍ og á skrifstofu Flugvirkjafélagsins í Borgartúni. Við hvetjum því alla félagsmenn til að sækja appið og setja það upp í snjalltæki.

Linkar á FVFÍ appið:

Android: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.app.fvfi&hl=en&gl=US

iOS / iPhone / iPad: https://apps.apple.com/is/app/fvfi/id1469853993?uo=4