Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Hugmyndabanki fyrir aðalkjarasamning

Eftir Fréttir

Kæru félagsmenn,

Núgildandi kjarasamningur milli FVFÍ og Icelandair er með gildistíma úr árið 2025. Samningurinn hefur verið í gildi frá ársbyrjun 2021 og í ljósi þessa langa tíma langar stjórn FVFÍ að leita í baklandið og gefa félagsmönnum starfandi hjá Icelandair tækifæri til þess að koma sínum athugasemdum á framfæri í gegnum hugmyndabanka.

Þetta er fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir þær samningaviðræður sem fara í gang seinna á árinu. Þær hugmyndir og gögn sem berast munu nýtast stjórn og vinnuhópum við að móta áherslur fyrir komandi viðræður.

Í Appi FVFÍ má finna frétt með tengli á hugmyndabankann. Fyrir þá sem ekki hafa sótt appið nú þegar þá má nálgast það fyrir bæði Apple og Android með því að ýta á hlekk hér að neðan:

Android : FVFÍ

iOS-Apple: FVFÍ

Á sama tíma og við hvetjum ykkur til þess að vera óhrædd við að koma með hugmyndir að kjarabótum fyrir flugvirkja FVFÍ þá óskum við eftir málefnalegri umræðu, og ef við á gögnum til rökstuðnings.

Stjórn og vinnuhópar vilja fyrirfram þakka félagsmönnum fyrir að leggja sitt af mörkum við undirbúning fyrir komandi kjaraviðræður.

FVFÍ áskilur sér rétt til að hafa samband við aðila varðandi rýni á innsendum gögnum og vinnslu þeirra.

Stjórn FVFÍ

Umsóknir um orlofshús FVFÍ – Páskar 2025 og út maí 2025

Eftir Fréttir

Opnað verður fyrir umsóknir um orlofshús FVFÍ 17. janúar kl 12:00.

https://orlof.is/fvfi/

Tímabilin eru annars vegar páskavikan og hins vegar tímabilið til 31. maí 2025

Páskavikunni verður úthlutað eftir punktakerfi en annars gildir fyrstur kemur fyrstur fær.

60 punktar frádráttur fyrir leigu í páskavikunni.

 

Opnað verður fyrir umsóknir 17/01/2025 12:00.

Lokað fyrir umsóknir 27/01/2025 kl 23:59.

 

 

Norðurflug óskar eftir að ráða öflugan einstakling í stöðu tæknistjóra.

Eftir Fréttir, Starfsauglýsingar

Norðurflug óskar eftir að ráða öflugan einstakling í stöðu tæknistjóra.

 

Helstu menntunar- og hæfniskröfur eru eftirfarandi:

  • Gilt Part 66 skírteini
  • Starfsreynsla úr viðhaldsumhverfi í flugrekstri að lágmarki 5 ár
  • Reynsla af störfum er snúa að Base og/eða Line viðhaldi
  • Þekking á viðhaldsstjórnun og gerð viðhaldsáætlana (AMP)
  • Góð þekking á reglugerðum, öryggis- og gæðakerfum

 

Áhugasamir hafi samband við Norðurflug í netfangið info@nordurflug.is merkt „Tæknistjóri“

Félagsfundur FVFÍ verður haldinn þriðjudaginn 19. nóvember 2024

Eftir Fréttir

Félagsmenn FVFÍ

 

 

Félagsfundur FVFÍ verður haldinn þriðjudaginn

19. nóvember 2024 næstkomandi klukkan 20:00 að Borgartúni 22.

 

Dagskrá:

  1. Erindi frá Viðari Halldórssyni prófessor í félagsfræði.
  2. Kynning frá Birki Halldórssyni og Gunnari Bjarnasyni á ferð sinni til Ástralíu á AEI ráðstefnu fyrir hönd FVFÍ.
  3. Önnur mál.

 

 

 

Mætið vel og stundvíslega

 

Stjórn FVFÍ

Félagsfundur FVFÍ 3.Október

Eftir Fréttir

Fyrsti félagsfundur vetrarins var haldinn í sal FVFÍ fimmtudaginn 3. Október og var vel sóttur af tæplega 50 félagsmönnum. 

Björn Berg frá bjornberg.is hélt hnitmiðað erindi um lífeyrismál og þá sérstaklega tilgreinda séreign og hvað ber að hafa í huga þegar líða fer á seinni árin.

Erindið var afar fróðlegt og vakti mikinn áhuga viðstaddra.

Einnig var ný skemmtinefnd kynnt til leiks og verður mjög spennandi að sjá hvað þeir bera á borð fyrir félagsmenn. Án efa verður það þeim til sóma og félagsmönnum til góða.

Meira má lesa um lífeyrismál á lifeyrismal.is og hvetjum við alla til að kynna sér sín mál vel og reglulega.

Björn Berg flytur erindi

Varaformaður FVFÍ - Þorgrímur Sigurðsson

Sveinspróf í flugvirkjun verður haldið helgina 16-17. nóvember næstkomandi, ef næg þátttaka næst.

Eftir Fréttir

Undirbúningsámskeið fer fram dagana 11.-15. nóvember, milli kl. 18:00 – 21:00 í sal félagsins að Borgartúni 22. 3. hæð.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 27. október 2024. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu félagsins, undir Eyðublöð og sendist til Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22, 105 Reykjavík, eða á flug@flug.is

Prófgjald kr. 5.500.- Námskeiðsgjald kr. 35.500.-

Þeir sem hafa verið meðlimir FVFÍ í 6 mánuði greiða ekki námskeiðsgjald.

 

Nánari upplýsingar hjá skrifstofu félagsins í síma 562 1610.

Vetrarfrí – Orlofshús FVFÍ

Eftir Fréttir

Opnað hefur verið fyrir “Vetrarfrí 23-28 Október” umsóknir í orlofshús FVFÍ.

Opið verður fyrir umsóknir til 22.september, 23:59

Úthlutað verður eftir punktastöðu.

Greiðslufrestur er  til 27. sept kl 09:00

 

Eftir úthlutun verður opnað fyrir fyrstur kemur fyrstur fær kl 11:00,  27 september.

 

Verð:
Flúðir og Húsafell – 30 þús, 40 punktar
Akureyri – 35 þús, 40 punktar
Sótt er um á www.orlof.is/fvfi