Kæru félagsmenn,
Núgildandi kjarasamningur milli FVFÍ og Icelandair er með gildistíma úr árið 2025. Samningurinn hefur verið í gildi frá ársbyrjun 2021 og í ljósi þessa langa tíma langar stjórn FVFÍ að leita í baklandið og gefa félagsmönnum starfandi hjá Icelandair tækifæri til þess að koma sínum athugasemdum á framfæri í gegnum hugmyndabanka.
Þetta er fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir þær samningaviðræður sem fara í gang seinna á árinu. Þær hugmyndir og gögn sem berast munu nýtast stjórn og vinnuhópum við að móta áherslur fyrir komandi viðræður.
Í Appi FVFÍ má finna frétt með tengli á hugmyndabankann. Fyrir þá sem ekki hafa sótt appið nú þegar þá má nálgast það fyrir bæði Apple og Android með því að ýta á hlekk hér að neðan:
Á sama tíma og við hvetjum ykkur til þess að vera óhrædd við að koma með hugmyndir að kjarabótum fyrir flugvirkja FVFÍ þá óskum við eftir málefnalegri umræðu, og ef við á gögnum til rökstuðnings.
Stjórn og vinnuhópar vilja fyrirfram þakka félagsmönnum fyrir að leggja sitt af mörkum við undirbúning fyrir komandi kjaraviðræður.
FVFÍ áskilur sér rétt til að hafa samband við aðila varðandi rýni á innsendum gögnum og vinnslu þeirra.
Stjórn FVFÍ
Nýlegar athugasemdir