Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Icelandair - Long Term Planner

Starfsauglýsing – Long Term Planner, Icelandair

Eftir Fréttir, Starfsauglýsingar

Long Term Planner

Icelandair óskar eftir að ráða öflugan einstakling sem hefur áhuga á fjölbreyttu og krefjandi starfi í Long Term Planning (viðhaldsskipulagningu) í Maintenance Planning deild. Um er að ræða starf sem unnið er í dagvinnu og með starfsstöð í viðhaldsskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli.

Maintenance Planning hefur yfirumsjón með skipulagningu á viðhaldi flugvéla Icelandair og sér um að undirbúa viðhaldsskoðanir og viðhaldsáætlun í samvinnu við aðrar deildir. Long Term Planning sérhæfir sig sérstaklega í undirbúning og skipulagi á stórskoðunum.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Undirbúningur og uppsetning á vinnupökkum fyrir stórar viðhaldsskoðanir
 • Eftirfylgni við stórskoðanir í samvinnu við viðhaldsaðila félagsins á Íslandi og erlendis
 • Áætlanagerð og önnur tilfallandi verkefni varðandi skipulagningu á viðhaldi
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Part 66 eða verk/tæknifræðimenntun
 • Góðir skipulagshæfileikar
 • Þarf að geta unnið í hóp og átt í góðum samskiptum við viðhaldsaðila
 • Þekking á Maintenance Program er kostur
 • Góð þekking á CAME og EASA reglugerð
 • Reynsla af viðhaldi flugvéla er kostur
 • Mjög góð enskukunnátta, bæði í rituðu og mæltu máli
 • Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að taka sjálfstæðar ákvarðanir
 • Útsjónarsemi og lausnamiðað hugafar
 • Góð almenn tölvuþekking og þekking á MXI er kostur

 

https://alfred.is/starf/long-term-planner

 

Sértækur lífeyrissjóður / Tilgreind séreign

Eftir Fréttir

Stjórn Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ) vill hvetja félagsmenn að skoða stöðu sína á sértækum lífeyrissjóði (endurnefnt Tilgreind séreign).

Samið var um 3.5% auka framlag í lífeyrissjóð í aðalkjarasamningi FVFÍ. Þetta framlag er hugsað sem „sértækur lífeyrirssjóður“ hvers og eins félagsmanns, en er vistað í skyldusjóði viðkomandi flugvirkja.

Félagsmenn þurfa að ganga frá samkomulagi við sinn skyldulífeyrissjóð til að fá þessa peninga eyrnamerkta sér, og eru þeir lausir til greiðslu við 62 ára aldur og í hlutfalli við þá upphæð sem greidd hefur verið í sjóðinn. Sé ekki gengið frá samkomulagi um þessar greiðslur falla þær inn í almenna tryggingarsjóðinn og verða greiddar út eftir því hvernig hann stendur hverju sinni.

Hvetjum við félagsmenn til að skoða „mínar síður“ hjá sínum skyldulífeyrissjóð og athuga hvort greitt sé í sértækan lífeyrissjóð og ef ekki að fylla þá út eyðublað og skila því inn til að hefja söfnun í sértækan lífeyrissjóð.

Hér er hægt að nálgast nánari útlistingu/útskýringu á sértækum lífeyrissjóð/tilgreindri séreign hjá Söfnunarsjóði Lífeyrisréttinda (SL) og hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað fyrir séreignina hjá SL.

Nýr skrifstofustjóri hjá FVFÍ

Eftir Fréttir

Guðbjörg Leifsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri Flugvirkjafélags Íslands.

Hlutverk hennar verður að sjá um rekstur skrifstofu félagsins og vinna með stjórn að mótun félagsins til framtíðar. Hún starfaði áður hjá Bláfugli, sem fjármála- og starfsmannastjóri og við samhæfingu og stjórnun tæknideildar.

Guðbjörg er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA gráðu frá Háskóla Íslands.

Guðbjörg hefur þegar hafið störf og bjóðum við hana velkomna til FVFÍ.

Starfsauglýsing – Vilt þú starfa í samhentu teymi flugvirkja Landhelgisgæslunnar?

Eftir Fréttir, Starfsauglýsingar

Landhelgisgæsla Íslands

Reykjavík

Vilt þú starfa í samhentu teymi flugvirkja Landhelgisgæslunnar?

Landhelgisgæsla Íslands leitar að traustum og áhugasömum flugvirkjum til að bætast í teymi sem annast almenna viðhaldsvinnu loftfara Landhelgisgæslunnar. Við leitum að einstaklingum sem búa yfir ríkri þjónustulund og hæfni til að takast á við krefjandi verkefni. Um framtíðarstarf er að ræða í lifandi starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð:
Hefðbundin vinna flugvirkja við viðhald á loftförum Landhelgisgæslu Íslands, flugvél og þyrlum. Starfið krefst þess að umsækjendur séu sveigjanlegir með að vinna utan fasts vinnustaðar, hvort heldur er innanlands eða erlendis. Föst starfsstöð er á Reykjavíkurflugvelli.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Viðurkenndu flugvirkjanámi lokið
 • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
 • Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Drifkraftur, jákvæðni og gott álags- og streituþol
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
 • Góð almenn tölvukunnátta

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

Um Landhelgisgæslu Íslands:
Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg öryggis-, eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og fer með löggæslu á hafinu. Samkvæmt lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands er henni falið að gæta ytri landamæra og standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu kringum landið. Landhelgisgæslan fer með daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála sbr. varnarmálalög nr. 34/2008, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar NATO/LHG og ratsjár- og fjarskiptastöðva.
Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 230 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks. Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi – Þjónusta – Fagmennska
Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is.

Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2024. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Landhelgisgæslan starfar samkvæmt jafnréttisstefnu og er jafnlaunavottuð. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt Kjarasamningi FVFÍ og fjármálaráðherra vegna flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.

 

https://intellecta.is/storf/nanar-um-starfid/?job_code=J94042326

 

Ný heimasíða Flugvirkjafélags Íslands

Eftir Fréttir

Ný heimasíða Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ) fer í loftið á www.flug.is þann 24. Nóv næstkomandi.  Mun ný heimasíða FVFÍ leysa þá gömlu af hólmi.

Nýja heimasíðan er í töluvert breyttri mynd frá þeirri sem er, en hún mun þjónusta sem opin frétta og tenglasíða en allar fréttir og tilkynningar sem þar birtast eru öllum aðgengilegar.

Ekki verður hægt að komast inn á sér læst svæði fyrir notendur á nýju heimasíðunni.

Allar upplýsingar sem finna má á nýverandi síðu inn á læstu svæði verða því eingöngu aðgengilegar í appi FVFÍ og á skrifstofu Flugvirkjafélagsins í Borgartúni. Við hvetjum því alla félagsmenn til að sækja appið og setja það upp í snjalltæki.

Linkar á FVFÍ appið:

Android: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.app.fvfi&hl=en&gl=US

iOS / iPhone / iPad: https://apps.apple.com/is/app/fvfi/id1469853993?uo=4

AEI ársþing 2023 í Stavanger Noregi

Eftir Fréttir, Uncategorized

Í síðustu viku fóru fulltrúar FVFÍ á ársþing alþjóðasamtaka flugvirkja, Aircraft Engineers International, sem nú var haldin í Stavanger í Noregi.
Þar komu saman flugvirkjar frá öllum heimshornum, frá Ástralíu til Álasunds, til að ræða sameiginlegar áskoranir og málefni sem varða réttindi og skyldur flugvirkja. Helsta viðfangsefni samtakanna er að halda uppi heiðri réttindaflugvirkjans og að halda EASA upplýstu um mikilvægi þess að flugvirki með réttindi votti alla útskrift á vinnu við loftför.
Á næsta félagsfundi mun Birkir Halldórsson, fulltrúi FVFÍ í AEI samtökunum, halda kynningu á þeim málum sem komu upp og einnig almenna kynningu á samtökunum og þeirra verkum.

Nánar

Sigur í Landsrétti

Eftir Fréttir, Uncategorized

Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms frá því í febrúar 2022 þess efnis að ferðatími flugvirkja hjá Samgöngustofu skilgreinist sem vinnutími.
Flugvirkinn hafði því betur gegn íslenska ríkinu og telst dómurinn fordæmisgefandi fyrir allan vinnumarkaðinn.
Í stuttu máli er niðurstaðan sú að ef starfsmenn sem ferðast á vegum vinnu sinnar eru á ferðalagi lengur en vinnuskylda þeirra segir til um, eiga þeir að fá greitt fyrir þann tíma sem umfram er.
Héraðsdómur leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Íslenska ríkið getur óskað eftir áfríunarleyfi til Hæstaréttar og er því óvíst hvort að um endanlega niðurstöðu er að ræða.
Niðurstöðu dómsins er að finna hér; https://www.landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?Id=ec727b5b-310c-4b77-8e2d-030f8688270b&verdictid=c847fd75-1528-4568-b6d8-8d8d89c12393

Nánar