Skip to main content

Sértækur lífeyrissjóður / Tilgreind séreign

Eftir febrúar 4, 2024Fréttir

Stjórn Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ) vill hvetja félagsmenn að skoða stöðu sína á sértækum lífeyrissjóði (endurnefnt Tilgreind séreign).

Samið var um 3.5% auka framlag í lífeyrissjóð í aðalkjarasamningi FVFÍ. Þetta framlag er hugsað sem „sértækur lífeyrirssjóður“ hvers og eins félagsmanns, en er vistað í skyldusjóði viðkomandi flugvirkja.

Félagsmenn þurfa að ganga frá samkomulagi við sinn skyldulífeyrissjóð til að fá þessa peninga eyrnamerkta sér, og eru þeir lausir til greiðslu við 62 ára aldur og í hlutfalli við þá upphæð sem greidd hefur verið í sjóðinn. Sé ekki gengið frá samkomulagi um þessar greiðslur falla þær inn í almenna tryggingarsjóðinn og verða greiddar út eftir því hvernig hann stendur hverju sinni.

Hvetjum við félagsmenn til að skoða „mínar síður“ hjá sínum skyldulífeyrissjóð og athuga hvort greitt sé í sértækan lífeyrissjóð og ef ekki að fylla þá út eyðublað og skila því inn til að hefja söfnun í sértækan lífeyrissjóð.

Hér er hægt að nálgast nánari útlistingu/útskýringu á sértækum lífeyrissjóð/tilgreindri séreign hjá Söfnunarsjóði Lífeyrisréttinda (SL) og hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað fyrir séreignina hjá SL.