Skip to main content
All Posts By

Helgi Rúnar

Minnum á að tími til framboðs stjórnar FVFÍ er að renna út.

Eftir Fréttir

Minnum á að tími til framboðs stjórnar FVFÍ er að renna út.

17. gr.

Stjórn F.V.F.Í. skipa 5 félagsmenn: formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Varastjórn skipa 2 menn. Kjörtímabil stjórnar er 1 ár og skal hún kosin á aðalfundi. Kosningar skulu fara fram skriflega og/eða rafrænt samkvæmt verklagsreglum rafrænna kosninga F.V.F.Í. og skal þá fyrst kosinn formaður, þá varaformaður, síðan gjaldkeri, að lokum þeir 2 stjórnarmenn sem eftir eru. Skulu þeir skipta með sér verkum, eigi síðar en á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Að síðustu skal kjósa 2 varamenn í stjórn. 
Framboðum skal skila til skrifstofu F.V.F.Í. skriflega eigi síðar en 3 dögum fyrir aðalfund. 

Þeir sem ætla gefa kost á sér til stjórnar FVFÍ þurfa að skila inn framboði á skrifstofu FVFÍ ekki síðar en á mánudag.

Sumarúthlutun orlofshúsa 2024

Eftir Fréttir

Opnað  hefur verið fyrir sumarúthlutun orlofshúsa á Orlofshúsavef FVFÍ og verður opið fyrir umsóknir 21 – 28.mars.

Orlofstímabilið er frá 30. maí – 29. ágúst. –

Úthlutað verður 29.mars en greiðslufrestur er til 02. apríl, kl. 11:00.

60. punktar dragast frá fyrir viku. Suðursveit hefur ekki punktafrádrátt.

 

Opnað verður fyrir „Fyrstur kemur fyrstur fær“ fyrir þá sem fengu höfnun 02.apríl kl. 13:00

Opnað verður fyrir alla 04.apríl kl 09:00.

 

ATH – Fimmtudagar eru skiptidagar.

 

Sjá https://orlof.is/fvfi/

Sveinspróf í flugvirkjun verður haldið helgina 20-21. apríl næstkomandi, ef næg þátttaka næst.

Eftir Fréttir

Umsóknir þurfa að berast fyrir 5. apríl 2024. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu félagsins, undir Eyðublöð og sendist til Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22, 105 Reykjavík, eða á [email protected]

Prófgjöld kr. 5.500.- Námskeiðsgjald kr. 35.500.-

Þeir sem hafa verið meðlimir FVFÍ í 6 mánuði greiða ekki fyrir námskeið.

Nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu félagsins í síma 5621610.

Nýr skrifstofustjóri hjá FVFÍ

Eftir Fréttir

Guðbjörg Leifsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri Flugvirkjafélags Íslands.

Hlutverk hennar verður að sjá um rekstur skrifstofu félagsins og vinna með stjórn að mótun félagsins til framtíðar. Hún starfaði áður hjá Bláfugli, sem fjármála- og starfsmannastjóri og við samhæfingu og stjórnun tæknideildar.

Guðbjörg er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA gráðu frá Háskóla Íslands.

Guðbjörg hefur þegar hafið störf og bjóðum við hana velkomna til FVFÍ.