Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Nýr skrifstofustjóri hjá FVFÍ

Eftir Fréttir

Guðbjörg Leifsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri Flugvirkjafélags Íslands.

Hlutverk hennar verður að sjá um rekstur skrifstofu félagsins og vinna með stjórn að mótun félagsins til framtíðar. Hún starfaði áður hjá Bláfugli, sem fjármála- og starfsmannastjóri og við samhæfingu og stjórnun tæknideildar.

Guðbjörg er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA gráðu frá Háskóla Íslands.

Guðbjörg hefur þegar hafið störf og bjóðum við hana velkomna til FVFÍ.

Ný heimasíða Flugvirkjafélags Íslands

Eftir Fréttir

Ný heimasíða Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ) fer í loftið á www.flug.is þann 24. Nóv næstkomandi.  Mun ný heimasíða FVFÍ leysa þá gömlu af hólmi.

Nýja heimasíðan er í töluvert breyttri mynd frá þeirri sem er, en hún mun þjónusta sem opin frétta og tenglasíða en allar fréttir og tilkynningar sem þar birtast eru öllum aðgengilegar.

Ekki verður hægt að komast inn á sér læst svæði fyrir notendur á nýju heimasíðunni.

Allar upplýsingar sem finna má á nýverandi síðu inn á læstu svæði verða því eingöngu aðgengilegar í appi FVFÍ og á skrifstofu Flugvirkjafélagsins í Borgartúni. Við hvetjum því alla félagsmenn til að sækja appið og setja það upp í snjalltæki.

Linkar á FVFÍ appið:

Android: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.app.fvfi&hl=en&gl=US

iOS / iPhone / iPad: https://apps.apple.com/is/app/fvfi/id1469853993?uo=4

Sigur í Landsrétti

Eftir Fréttir, Uncategorized
Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms frá því í febrúar 2022 þess efnis að ferðatími flugvirkja hjá Samgöngustofu skilgreinist sem vinnutími. Flugvirkinn hafði því betur gegn íslenska ríkinu og telst dómurinn fordæmisgefandi…
Nánar