Flugvirkjafélag Íslands  -  FVFÍ -  Borgartún 22  -  105 Reykjavík  -  Sími: 5621610  -  Fax: 562 1605  -  flug@flug.is

  • Facebook

Hið árlega jólahlaðborð eldri flugvirkja

Hið árlega jólahlaðborð eldri flugvirkja verður haldið miðvikudaginn 4. desember n.k. og hefst kl. 19:00.
Vinsamlegast tilkynntu mætingu í síma 562-1610 eða í netfangið flug@flug.is fyrir 2. desember n.k.
Frítt er fyrir félagsmenn en maki/gestur greiðir kr. 5.900. Um leið og skráning fer fram skal greiða fyrir maka/gest.
Það athugast að ekki er hægt að mæta nema skráning hafi farið fram.
Vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta.
(ATH! kaffi eldri flugvirkja fellur niður í janúar 2020).

Image-empty-state.png

Félagsmenn FVFÍ!

Félagsfundur FVFÍ verður haldinn fimmtudaginn 12.Desember næstkomandi
kl. 19:00 að Borgartúni 22.

Dagskrá:

1. Stefna í sumarhúsamálum, áframhaldandi umræður um úrvinnslu stjórnar úr niðurstöðu kosningar.
2. Staða samningaviðræðna, farið yfir stöðu viðræðna milli FVFÍ og viðsemjendur.
3. Reglugerð starfsmenntasjóðs – Reglugerð sjóðsins kynnt.
4. Önnur mál.
5. Þorsteinn V. Einarsson frá karlmennskan.is með heimsókn.
6. Veitingar að fundi loknum.

Image-empty-state.png

FVFÍ heldur partý

Félagsmenn athugið
Takið frá daginn 1.nóvember nk. en þá mun FVFÍ standa fyrir partýi, sjá tilkynningu frá atburðarnefnd félagsins hér að neðan:
RISA-PARTÝ
FLUGVIRKJAFÉLAGS ÍSLANDS

Image-empty-state.png

Sveinspróf 30. nóvember og 1. desember, nk.

Námskeið fyrir sveinspróf verður haldið dagana 25. - 29. nóvember, nk.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 11. nóvember, nk. (eyðblöð inn á heimasíðu)
sendist til Flugvirkjafélag Íslands, Borgartún 22, 105 Reykjavík eða á email: flug@flug.is

Image-empty-state.png

Tilkynning frá VMST vegna þrotabús WOW Air

Vinnumálastofnun hefur sett upp síðu þar sem upplýsingar um greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa er að finna, síðan verður uppfærð á 1-2 vikna fresti og gæti því tekið breytingum. Vinnumálastofnun vill einnig minna flugvirkja sem bíða slíkra greiðslna á að hafa samband við Flugvirkjafélag Íslands með allar fyrirspurnir þessu tengdu, ekki við VMST beint.

Image-empty-state.png

Orlofshús FVFÍ veturinn 2019-2020

Búið er að opna fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ til og með 16 desember 2019 inn á www.orlof.is/fvfi , fyrstur kemur fyrstur fær úthlutun.

Image-empty-state.png

Upplýsingar til fyrrum starfsmanna WOW air ehf.

Flugvirkjafélag Íslands vill beina þeim tilmælum til þeirra aðila sem eiga kröfur í þrotabú WOW air ehf. að beina öllum fyrirspurnum og símtölum um meðferð krafna til Flugvirkjafélagsins. Með því viljum við létta á álaginu sem hvílir nú á starfsfólki Ábyrgðasjóðs launa.

Image-empty-state.png

Atvinnuauglýsing - DAO Roskilde

DAO í Roskilde auglýsir eftir mönnum á hreyfladeild, sjá auglýsingu hér

Image-empty-state.png

Kennarastörf hjá Icelandair

KENNSLA FYRIR TÆKNI- OG VIÐHALDSSVIÐ

Image-empty-state.png

Sumarstarf hjá Icelandair - Maintenance Planning

Icelandair auglýsir eftir sumarstarfsmanni til afleysinga í Maintenance Planning deild fyrirtækisins, starfið er að hluta til unnið á dag og kvöldvöktum.

Image-empty-state.png

Flugvirkjafélag Íslands auglýsir eftir félagsmanni í hlutverk vefstjóra

FVFÍ leitar að vefstjóra

Image-empty-state.png