
Kjarasamningur - Flugfélagið Atlanta ehf.
Til að taka afstöðu til kjarasamnings sem undirritaður var þann 7. apríl sl. þarf að skrá sig inn á rafrænt kosningarkerfi á neðangreindri slóð:
Opið verður fyrir kosningu til miðnættis sunnudaginn 18. apríl n.k.
Stjórn FVFÍ býður sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu út kjörtímabilið apríl 2021 – apríl 2022.
Guðmundur Úlfar Jónsson – Icelandair – Til áframhaldandi setu formanns
Atli Jónsson – Icelandair – Til áframhaldandi setu varaformanns
Magnús Ingi Finnbogason – Air Iceland Connect – Til áframhaldandi setu meðstjórnanda
Jóhann Baldur Finnbogason – Nayak Amsterdam – Til áframhaldandi setu meðstjórnanda
Daði Örn Heimisson – Landhelgisgæsla Íslands – Til áframhaldandi setu meðstjórnanda
Helgi Rúnar Þorsteinsson – Icelandair – Til áframhaldandi setu sem varamaður í stjórn
Aðalfundur FVFÍ 2021 - rafrænt á Zoom fimmtudaginn 29. apríl kl. 19:00.
Aðalfundur FVFÍ 2021 verður haldinn rafrænt á Zoom fimmtudaginn 29. apríl kl. 19:00. Skráningarhlekkur fyrir fundinn verður birtur í appi og á heimasíðu félagsins.
Félagsfundur FVFÍ verður haldinn mánudaginn 12. apríl næstkomandi kl. 19:00 rafrænt á Zoom.
Hlekkur til skráningar er í tilkynningu á heimasíðu félagsins og í appinu, skráningu lýkur kl: 17:00 á fundardag.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ sumarið 2021 á orlofsvef félagsins
Hægt verður að sækja um þar til 31. mars. Unnið verður úr umsóknum strax eftir páska.
Sveinspróf verður dagana 8. – 9. maí, 2021
Sveinspróf verður dagana 8. – 9. maí, 2021
Námskeið fyrir sveinspróf verður haldið dagana 3. – 6. maí.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 10. apríl, nk. eyðublöð inn á heimasíður félagsins, sendist til Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22, 105 Reykjavík, eða email
Veiðikortið 2021
Veiðikortið 2021
Hægt er að kaupa veiðikortið hjá Flugvirkjafélagi Íslands
Viðtal við Guðmund Úlfar Jónsson, formann Flugvirkjafélagsins - Flugvirkjastarfið og Námsleiðir.
Guðmundur Úlfar Jónsson formaður Flugvirkjafélags Íslands segir frá störfum flugvirkja, námsleiðum og stöðunni í þessari iðngrein, sem Íslendingar hafa lagt fyrir sig allt frá því að fyrstu flugvélarnar flugu hérlendis.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ yfir páska 31.03-07.04. Lokað verður á umsóknir 14. febrúar.
Í kjölfarið verður haft samband við þá sem sóttu um varðandi niðurstöðu úthlutunar, ef forföll verða hjá þeim sem fengu úthlutun verður haft samband við þann sem næstur var í röðinni.
Stuðningsyfirlýsing
Flugvirkjafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna í kjarabaráttu
þeirra við Bluebird Nordic sem og baráttu þeirra gegn gerviverktöku.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ á skólafrís tímabilinu 17.02-24.02. Lokað verður á umsóknir 11. janúar.
Í kjölfarið verður haft samband við þá sem sóttu um varðandi niðurstöðu úthlutunar, ef forföll verða hjá þeim sem fengu úthlutun verður haft samband við þann sem næstur var í röðinni.
Atvinna - Nyköping í Svíþjóð bráðvantar Dash 8 B1 flugvirkja í ca 4 vikur.
Saab - Nyköping í Svíþjóð bráðvantar Dash 8 B1 flugvirkja í ca 4 vikur. Sömu vélar og gæslan. Möguleiki á frekari vinnu.
Vegna stöðu kjaraviðræðna Flugvirkjafélags Íslands og Landhelgisgæslunnar.
Kjarasamningur rann út 31 desember 2019. og hafa samningaviðræður staðið yfir frá því í febrúar 2020 en hafa verið án árangurs, því tók við ótímabundið áður yfirlýst verkfall þann 5 nóv sl. Kl 23:58 og stendur enn. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar.
Kjarasamningur flugvirkja Landhelgisgæslunnar byggir á aðalkjarasamningi flugvirkjafélags Íslands sem er sá kjarasamningur sem allir flugvirkjar sem starfa við loftför á Íslandi taka mið af.
Flugvirkjafélag Íslands kallar til fjar-félagsfundar fyrir félagsmenn starfandi hjá Icelandair
Flugvirkjafélag Íslands kallar til fjar-félagsfundar 12 nóvember kl 19:00 fyrir félagsmenn starfandi hjá Icelandair vegna samningsatriða í kjarasamningi FVFÍ og SA v/ Icelandair sem ákveðið var að kjósa um utan samninga.
Fundurinn á sér stað á Zoom líkt og síðastliðinn aðalfundur og er skráning skilyrði fyrir þátttöku á fundinum. Sjá link:
Lokað verður fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ á skólafrís tímabilinu 21.10-28.10 fimmtudaginn 24.09.2020
Lokað verður fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ á skólafrís tímabilinu 21.10-28.10 fimmtudaginn 24.09.2020. Í kjölfarið verður haft samband við þá sem sóttu um varðandi niðurstöðu úthlutunar, ef forföll verða hjá þeim sem fengu úthlutun verður haft samband við þann sem næstur var í röðinni.
Zoom leiðbeiningar
Nú varstu að fara inn á Aðalfund FVFÍ og ert í vandræðum með að fá einhvern eiginleika til að virka, hér að neðan eru nokkrar ábendingar sem gætu hjálpað, ef þitt vandamál er ekki listað hér að neðan sendið þá skilaboð eða og við gerum okkar besta að koma því í lagið sem allra fyrst.
Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf.
Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf verður haldið dagana 14-17 sept í veislusal flugvirkjafélagsins að Borgartúni 22.
Núverandi stjórn FVFÍ býður sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu út kjörtímabilið apríl.2020 - apríl.2021 með einni breytingu.
Guðmundur Úlfar Jónsson, Icelandair – Til áframhaldandi setu formanns
Atli Jónsson, Icelandair – Til áframhaldandi setu varaformanns
Magnús Ingi Finnbogason, Air Iceland Connect – Til áframhaldandi setu meðstjórnanda
Jóhann Baldur Finnbogason, Nayak – Til áframhaldandi setu meðstjórnanda
Daði Örn Heimisson, Landhelgisgæslan – Til sætis sem meðstjórnandi í stað Árna Freys
Aðalfundur flugvirkjafélagsins 10 sept nk kl: 19:00 - Rafrænn!
Áður auglýstur aðalfundur FVFÍ verður haldin rafrænt þann 10 sept kl: 19:00. Linkur verður birtur á vefsvæðum félagsins og munum við halda fundinn með þessu sniði þar sem óheimilt er að boða fund fyrir fleiri en 100 vegna COVID 19.