top of page
prufa-a-proppa.jpg

Sveinspróf - umsóknarfrestur er til 6. mars

Mar 1, 2023

Minnum á að umsóknarfrestur er til 6. mars.

Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu félagsins, undir Eyðublöð og sendist til Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22, 105 Reykjavík, eða á flug@flug.is

Image-empty-state.png

Sumarúthlutun orlofshúsa 2023

Feb 20, 2023

Opnað verður fyrir sumrúthlutun 24. mars og verður opið fyrir umsóknir til 7. apríl.

Orlofstímabilið er frá 1. júní - 31. ágúst.

60 punktar fyrir vikuna.

Image-empty-state.png

Umsóknir í orlofshús FVFÍ – Páskar

Feb 8, 2023

Opið er fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ vegna Páska 2023.
Úthlutunartímabil er 5. – 12. apríl.

Tekið er á móti umsóknum á orlofsvef félagsins www.orlof.is/fvfi undir umsóknir til 16. febrúar.

Páskaúthlutun fer fram 17. febrúar.

Image-empty-state.png

Sveinspróf verður haldið 25. og 26. mars 2023.

Feb 6, 2023

Námskeið fyrir Sveinspróf verður haldið dagana 20. – 23. mars 2023 í sal félagsins að Borgartúni 22. 3. hæð.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 6. mars 2023. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu félagsins, undir Eyðublöð og sendist til Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22, 105 Reykjavík, eða á flug@flug.is

Image-empty-state.png

Umsóknir í orlofshús FVFÍ - Vetrarfrí

Jan 12, 2023

Opnað var fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ föstudaginn 6. janúar vegna vetrarfrís úthlutunar en það gleymdist að setja tilkynningu á www.flug.is

Til að allir sem vilja fái tækifæri til að sækja um þá verður opið áfram fyrir umsóknir eða út 16. janúar.

Úthlutun fer svo fram þriðjudaginn 17. janúar.

Image-empty-state.png

Skrifstofa félagsins verður lokuð dagana 3-10. jan. 2023

Jan 3, 2023

Stjórn félagsins mun fylgjast með og svara póstum eftir þörfum sem berast á flug@flug.is og svara í
skrifstofusímann á opnunartíma.

Ef erindið þolir ekki bið þá er hægt að senda póst á stjorn@flug.is

Image-empty-state.png

Félagsfundur FVFÍ verður haldinn fimmtudaginn 08. desember næstkomandi

Dec 3, 2022

Félagsfundur FVFÍ verður haldinn fimmtudaginn 08. desember næstkomandi
kl. 19:00 í sal Flugvirkjafélagsins, Borgartúni 22.

Dagskrá:
1. Reglugerðarbreytingatillögur á Reglugerð Sjúkrasjóðs
2. Kynning á tillögum að breytingum á lögum félagsins
3. Önnur mál

Image-empty-state.png

Jólahlaðborð eldri flugvirkja - Föstudaginn 9. desember 2022

Dec 2, 2022

Jólahlaðborð eldri flugvirkja verður haldið föstudaginn 9. desember kl. 18:00 í sal félagsins við Borgartún.

Það er okkur sönn ánægja að bjóða félagsmönnum frítt til veislu og eru makar eða gestur einnig boðnir velkomnir.

Image-empty-state.png

75 ÁRA AFMÆLI FVFÍ

Oct 6, 2022

Skráning fer fram í gegnum skemmtun@flug.is 

Vinsamlegast tilkynnið fjölda og hvort nýta eigi rútuferð til og frá Keflavík.

Image-empty-state.png

Orlofshús - helgar í október

Oct 5, 2022

Húsafell - helgin 28. - 31.
Akureyri - helgin 28. - 31.

Einnig bendum við á að laust er í húsum félagsins á virkum dögum, hver dagur er á kr. 3.000.- að lágmarki eru leigðir út tveir dagar í miðri viku.

Fyrstur bókar fyrstur fær.

Image-empty-state.png

Úthlutun orlofshúsa - Vetrarfrí haust 2022

Sep 6, 2022

Opnað verður fyrir umsóknir í orlofshús félagsins þann 8. september kl. 10:00, fyrir vetrarfrístímabilið 19. - 26. október 2022.

Sótt er um á   www.orlof.is/fvfi  undir flipanum "Umsókn um úthlutun"
Lokað verður fyrir umsóknir 18. september.

Image-empty-state.png

Sveinspróf verður dagana 15. – 16. október, 2022

Aug 30, 2022

Námskeið fyrir sveinspróf verður haldið dagana 10-14 október 2022.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 30 september 2022, nk. eyðublöð inn á heimasíður félagsins, sendist til Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22, 105 Reykjavík, eða email flug@flug.is

Image-empty-state.png

Hjólakaffi FVFÍ - 4. September - kl 15:00

Aug 25, 2022

Sunnudaginn. 4. September nk. verður opið hús kl 15:00, í Borgartúni 22 fyrir félaga í Flugvirkjafélagi Íslands.

Félagsmenn sem hafa yfir vélknúnum 2ja hjóla fararskjóta að ráða eru sérstaklega velkomnir og gaman væri að koma upp smá hjólastemmingu á bílaplaninu.

Ef ekkert er vélhjólið þá bjóðum við þig, kæri félagsmaður, samt ævinlega velkominn.

Vöfflukaffi í boði að hætti formannsins og félagar kvattir til að mæta passlega svangir í létt spjall og með því.

Image-empty-state.png

Opnað hefur verið fyrir bókanir í orlofshús félagsins veturinn 2022-2023

Aug 25, 2022

Bókanir fara eingöngu fram í gegnum Frímann, sjá https://orlof.is/fvfi/

Úthlutanir á vetrar- og páskafrívikum verða auglýstar síðar, stay tuned.

Image-empty-state.png

Skrifstofa félagsins er lokuð frá 12. júlí til 2. ágúst.

Jul 11, 2022

Ef erindið þolir ekki bið vinsamlegast snúið ykkur til stjórnar eða stjorn@flug.is

Image-empty-state.png

Ný stjórn FVFÍ

May 29, 2022

Aðalfundur Flugvirkjafélags Íslands var haldinn í sal félagsins þann 25.maí sl. Mjög góð þáttaka var á fundinum en meðal mála á dagskrá var kosning nýrrar stjórnar. Kosið var um formanns- og varaformannssæti en tilnefnt var í stöðu gjaldkera sem var samþykkt samhljóða af félagsmönnum í sal.Tveir buðu sig fram sem meðstjórnendur og voru þeir báðir samþykktir samhljóða, en einnig voru tilnefndir tveir varamenn sem voru að sama skapi samþykktir samhljóða af félagsmönnum.

Fráfarandi formaður, Guðmundur Úlfar Jónsson, hélt öfluga kveðjuræðu þar sem hann þakkaði fráfarandi stjórn fyrir samstarfið ásamt félagsmönnum fyrir þau 4 ár sem hann hefur setið í formannsstól. Hann biðlaði í ræðu sinni til félagsmanna að aðstoða eftir fremsta megni við að styðja við félagið og nýja stjórn, bæði í orðum og verki, ræðu eða riti.

Ný stjórn vill hér með koma á framfæri miklu þakklæti til fráfarandi stjórnarmeðlima sem hafa sumir hverjir verið í allt að 8 ár í stjórn en það er ekki laust við að á ýmsu hafi gengið og félagið hefur þurft að taka á málum sem hafa verulega reynt á hlutaðeigandi.

Nýja stjórn skipa eftirfarandi aðilar. - Linkur á heimasíðu FVFÍ - Stjórn


Aðalstjórn

Grétar Guðmundsson Formaður

Jón Björgvin Björnsson Varaformaður

Helgi Rúnar Þorsteinsson Gjaldkeri

Eðvald Sveinbjörnsson Ritari

Pétur Þór Guðjónsson Meðstjórnandi


Varamenn

Höskuldur Goði Ólason

Elías Bergþór Gíslason

Image-empty-state.png

Leiðrétting á birtingu framboða til stjórnar.

May 24, 2022

Í tilkynningu frá félaginu í gær kom fram að Jón Björgvin Björnsson hafi gefið kost á sér sem meðstjórnandi í stjórn en hann sækist með réttu eftir kjöri sem varaformaður sem þá leiðréttist hér með, ábending barst sem varpaði ljósi á þennan misskilning og biðjumst við velvirðingar á því, hér er þá réttur listi og eftir honum verður kosið.

Image-empty-state.png

Aðalfundur/ Framboðsfrestur útrunninn

May 23, 2022

Aðalfundur verður haldinn á miðvikudaginn 25 maí næstkomandi kl 19:00 í sal félagsins í Borgartúni og vill stjórn hvetja félagsmenn til góðrar mætingar. Framboðsfrestur er útrunnin en eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér til stjórnarsetu:

Image-empty-state.png

Framboðsfrestur til stjórnar

May 16, 2022

Stjórn FVFÍ vill biðla til félagsmanna sem hafa hug á að gefa kost á sér til stjórnarsetu að skila inn framboðum fyrir boðaðan aðalfund sem verður haldinn 25 maí kl 1900. Skriflegu framboði skal skilað á skrifstofu FVFÍ fyrir helgi eða á föstudaginn 20 maí þar sem framboðsfrestur rennur út á sunnudaginn 22 maí þegar skrifstofa FVFÍ er lokuð.

Image-empty-state.png

Flugvirkjafélag Íslands kynnir spennandi fræðsluferð um Hvalfjörð

May 6, 2022

Góðan daginn kæru eldri flugvirkjar.
Flugvirkjafélgið ætlar að bjóða eldri flugvirkjum í spennandi fræðslu og skemmtiferð miðvikudaginn 18. maí ef næg þátttaka næst.

Image-empty-state.png

Úthlutun í orlofshús FVFÍ sumarið 2022 er lokið.

Apr 28, 2022

Opnað hefur verið fyrir endurumsóknir í orlofshús FVFÍ sumarið 2022 fyrir þá sem ekki fengu úthlutað ósk sinni. Umsóknarfrestur fyrir þá er til og með 2. Maí 2022. Opnað verður á allar lausar helgar þann 5. Maí 2022.

Image-empty-state.png

Páskakveðja

Apr 14, 2022

Stjórn FVFÍ óskar félagsmönnum sínum gleðilegar páska og með ósk um góðar stundir.

Stjórn FVFÍ

Image-empty-state.png

Frestun aðalfundar til 25 maí kl 19:00

Apr 11, 2022

Því miður hefur komið upp sú staða að bókarinn okkar til margra ára hefur glímt við veikindi að undanförnu sem hefur orðið til þess að tafir hafa orðið á afhendingu bókhaldsgagna til endurskoðanda sem vinnur ársreikning félagsins. En skv. Lögum FVFÍ skal ársreikningur birtur viku fyrir aðalfund og er ljóst á þessari stundu að það mun ekki nást.

Stjórn FVFÍ með ráðfæringu við trúnaðarráð hefur því í ljósi aðstæðna ákveðið að fresta fundi til 25 maí og við vonumst til þess að félagsmenn veiti því skilning.

Image-empty-state.png

Umsóknarfrestur framlengdur - Opnað hefur verið fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ sumarið 2022. Lokað verður á umsóknir 13. apríl kl 22:00

Mar 28, 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ sumarið 2022. Lokað verður á umsóknir 13. apríl

Í kjölfarið verður haft samband við þá sem sóttu um varðandi niðurstöðu úthlutunar, og er greiðslufrestur til og með 25. apríl.

Image-empty-state.png

Opnunartími skrifstofu FVFÍ

Mar 22, 2022

Skrifstofa félagsins er að Borgartúni 22, 105 Reykjavík, á 3. hæð.

Skrifstofan er opin frá:
10:00 – 15:00 mánudag – fimmtudag
10:00 – 13:00 föstudag

Image-empty-state.png

Aðalfundur FVFÍ - 25. Maí kl: 19:00

Mar 11, 2022

Fundarefni ·
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kosning stjórnar
3. Önnur mál

Tillögur til lagabreytinga verða að hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

Image-empty-state.png

Flugvirkjafélag Íslands 75 ára.

Jan 21, 2022

Í dag eru liðin 75 ár frá stofnun Flugvirkjafélags íslands.

Félagið var formlega stofnað á Hótel Winston á Reykjavíkurflugvelli þann 21.janúar 1947.

Það voru 33. menn sem þangað komu til að ræða tillögur undirbúningsnefndar, en fyrir fundinn lágu fyrir drög að lögum væntanlegs félags.

Image-empty-state.png

Tilkynning – Nýr skrifstofustjóri hjá FVFÍ.

Jan 21, 2022

Sigrún Jóhannesdóttir hefur tekið við sem skrifstofustjóri hjá Flugvirkjafélagi Íslands. Hún hóf störf þann 7. janúar síðastliðinn. Sigrún er Rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst, Verkefnastjóri frá Háskóla Íslands og viðurkenndur stjórnarmaður frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.

Image-empty-state.png

Hátíðarkveðja

Dec 23, 2021

Stjórn FVFÍ sendir félagsmönnum og fjölskyldum bestu óskir um gleðileg jól og farsæls komandi árs.

Við þökkum fyrir samfylgdina á árinu og megi 2022 vera þér og þínum gæfríkt.

Image-empty-state.png

Búið er að opna fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ - Vetrarfrí / Páskar

Dec 21, 2021

Búið er að opna fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ vetrarfrís helgina 16-23 febrúar 2022 inn á www.orlof.is/fvfi Lokað verður fyrir umsóknir 5. janúar.

Einnig er búið að opna á umsóknir fyrir páskavikuna 13-20 apríl 2022 og verður lokað á umsóknir 20. febrúar 2022.

Image-empty-state.png

Umsóknarfrestur vegna sveinsprófa lengdur

Dec 13, 2021

Image-empty-state.png

Sveinspróf verður haldið dagana 22 & 23 janúar 2022.

Nov 29, 2021

Námskeið fyrir sveinspróf verður haldið dagana 17-21 janúar.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 29. desember, nk. eyðublöð sem eru inni á heimasíðu félagsins, sendist til Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22, 105 Reykjavík, eða email flug@flug.is

Image-empty-state.png

Breytingar á stjórn FVFÍ

Nov 23, 2021

Þær breytingar hafa átt sér stað í stjórn FVFÍ að Sigursteinn Sævarsson hefur sagt sig frá stjórnarstörfum og þökkum við honum fyrir störf sín, hann kom inn í apríl sl. sem ritari en einnig kom þá Grétar Guðmundsson inn sem varamaður og tekur hann því stöðu Sigursteins og fyllir í ritarastólinn fram að næstu kosningum. Næsti aðalfundur á skv lögum að vera haldin fyrir lok apríl munu þá vera þörf á framboðum í lausar stöður og vonum við að góðir aðilar geti gefið kost á sér.

Image-empty-state.png

Flugvirkjafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðning við Eflingu í baráttu þeirra vegna uppsagnar trúnaðarmanns hjá Icelandair á Reykjavíkurflugvelli.

Oct 6, 2021

Flugvirkjafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðning við Eflingu í baráttu þeirra vegna uppsagnar trúnaðarmanns hjá Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. FVFÍ telur að með uppsögninni séu Icelandair og Samtök Atvinnulífsins sem að samkvæmt Eflingu hafa staðið með uppsögninni, að gera aðför að uppsagnarvernd trúnaðarmanna en hún er mikilvæg stoð í umhverfi stéttarfélaga til að viðhalda vinnufrið í störfum sínum í þágu félagsmanna.

Image-empty-state.png

Félagsfundur FVFÍ verður haldinn fimmtudaginn 07. október næstkomandi kl. 19:00 í sal Flugvirkjafélagsins, Borgartúni 22.

Sep 17, 2021

Félagsmenn FVFÍ!

Félagsfundur FVFÍ verður haldinn fimmtudaginn 07. október næstkomandi kl. 19:00 í sal Flugvirkjafélagsins, Borgartúni 22.

Image-empty-state.png

Búið er að opna fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ vetrarfrís helgina 20-27 október 2021

Búið er að opna fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ vetrarfrís helgina 20-27 október 2021 inn á www.orlof.is/fvfi. Lokað verður fyrir umsóknir 19. sept.

Image-empty-state.png

Starfslok

Sep 3, 2021

Í dag er síðasti vinnudagurinn hennar Grétu á skrifstofunni okkar í Borgartúninu þar sem hún hefur starfað sem skrifstofustjóri og haldið öllu til haga fyrir okkur undanfarin 18 ár. Gréta varð 67 ára í byrjun árs og lætur því af störfum en verður í kallfæri til ráðgjafar fram á næsta ár í tengslum við bókhald og annað sem hennar sérþekking nær yfir.

Image-empty-state.png

Skrifstofa FVFÍ verður lokuð um óákveðin tíma frá 3 sept.

Aug 31, 2021

Skrifstofa FVFÍ verður lokuð um óákveðin tíma frá 3 sept. Flugvirkjar eru beðnir að hafa samband símleiðis frá 9-15 virka daga eða með því að senda tölvupóst á flug@flug.is.

Image-empty-state.png

Skilti í Suðursveit

Jul 19, 2021

Það hefur oft verið talað um að það vanti skilti við landið okkar í Suðursveit. Því var komið fyrir í dag, flott skilti með eið flugvirkjans og stendur það nú í alfaraleið við þjóðveg 1 í Suðursveit okkur til gagns og öðrum til skemmtunar.

Image-empty-state.png

Kosning - Flugfélagið Ernir

Til að taka afstöðu til kjarasamnings sem undirritaður var þann 24. júní sl. þarf að skrá sig inn á rafrænt kosningarkerfi á neðangreindri slóð:

https://kjosa.vottun.is/home/vote/313?lang=IS


Opið verður fyrir kosningu til hádegis föstudaginn 16. júlí n.k.

Image-empty-state.png

Atlantsflug ehf. leitar að áhugasömum flugvirkja

Jul 6, 2021

Atlantsflug ehf. leitar að áhugasömum flugvirkja til starfa sem gæti verið sem hlutastarf, tímabundið starf eða starf til lengri tíma.

Æskilegt að viðkomandi hafi réttindi á fixed-wing og helicopter. Áhugasamir geta snúið sér til Jón Grétar Sigurðssonar með tölvupósti á jon@atf.is eða haft samband símleiðis í 555-1615.

Image-empty-state.png

Gisting á Hótel Eddu – Icelandair Hótelin sumarið 2021.

Jun 3, 2021

Image-empty-state.png

Aðalfundur 29. apríl - Kosning

Apr 29, 2021

Til þess að taka afstöðu til laga- og reglugerðarbreytingar þarf að skrá sig inn á rafrænt kosningarkerfi á neðangreindri slóð:

https://kjosa.vottun.is/home/vote/278?lang=IS

Til þess að taka þátt í stjórnarkosningu þarf að skrá sig inn á rafrænt kosningarkerfi á neðangreindi slóð:

https://kjosa.vottun.is/home/vote/277?lang=IS


Opið verður fyrir kosningu til kl. 12:00 (hádegis)  30. apríl 2021.

Image-empty-state.png

Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf

Apr 29, 2021

Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf verður haldið dagana 3 - 6 maí kl 17:00 í sal FVFÍ Borgartúni 22.

Image-empty-state.png

Tilkynning um framboð í stjórn F.V.F.Í.

Apr 27, 2021

Framboðsfrestur til stjórnarsetu er runninn út og hafa eftirtaldir gefið kost á sér:

Guðmundur Úlfar Jónsson – Icelandair – Til áframhaldandi setu formanns 
Atli Jónsson – Icelandair – Til áframhaldandi setu varaformanns 
Stefán V. Guðmundsson - Icelandair - Til setu Varaformanns
Magnús Ingi Finnbogason – Air Iceland Connect – Til áframhaldandi setu meðstjórnanda 
Jóhann Baldur Finnbogason – Nayak Amsterdam – Til áframhaldandi setu meðstjórnanda 
Daði Örn Heimisson – Landhelgisgæsla Íslands – Til áframhaldandi setu meðstjórnanda  
Sigursteinn Sævarsson - Icelandair -Til setu meðstjórnanda.
Helgi Rúnar Þorsteinsson – Icelandair – Til áframhaldandi setu sem varamaður í stjórn 

Image-empty-state.png

Yfirlýsing

Apr 27, 2021

Flugvirkjafélag Íslands sýnir Sjómannafélagi Íslands fullan stuðning í baráttu þeirra gegn drögum að frumvarpi til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá, sbr. mál nr. 92/2021

Image-empty-state.png

Skráningarhlekkur fyrir aðalfund FVFÍ - 29.apríl 2021 kl 19:00

Apr 22, 2021

Aðalfundur FVFÍ 2021

Haldinn fimmtudaginn 29. apríl 2021 klukkan 19:00

Image-empty-state.png

Leiðbeiningar - Til að komast inn á "Félagssvæði", læst svæði félagsmanna

Apr 19, 2021

Image-empty-state.png

Kjarasamningur - Flugfélagið Atlanta ehf.

Apr 14, 2021

Til að taka afstöðu til kjarasamnings sem undirritaður var þann 7.  apríl sl. þarf að skrá sig inn á rafrænt kosningarkerfi á neðangreindri slóð:

https://kjosa.vottun.is/home/vote/272?lang=IS

Opið verður fyrir kosningu til miðnættis sunnudaginn 18. apríl n.k.

Image-empty-state.png

Stjórn FVFÍ býður sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu út kjörtímabilið apríl 2021 – apríl 2022.

Apr 14, 2021

Guðmundur Úlfar Jónsson – Icelandair – Til áframhaldandi setu formanns
Atli Jónsson – Icelandair – Til áframhaldandi setu varaformanns
Magnús Ingi Finnbogason – Air Iceland Connect – Til áframhaldandi setu meðstjórnanda
Jóhann Baldur Finnbogason – Nayak Amsterdam – Til áframhaldandi setu meðstjórnanda
Daði Örn Heimisson – Landhelgisgæsla Íslands – Til áframhaldandi setu meðstjórnanda
Helgi Rúnar Þorsteinsson – Icelandair – Til áframhaldandi setu sem varamaður í stjórn

Image-empty-state.png

Aðalfundur FVFÍ 2021 - rafrænt á Zoom fimmtudaginn 29. apríl kl. 19:00.

Apr 13, 2021

Aðalfundur FVFÍ 2021 verður haldinn rafrænt á Zoom fimmtudaginn 29. apríl kl. 19:00. Skráningarhlekkur fyrir fundinn verður birtur í appi og á heimasíðu félagsins.

Image-empty-state.png

Félagsfundur FVFÍ verður haldinn mánudaginn 12. apríl næstkomandi kl. 19:00 rafrænt á Zoom.

Apr 7, 2021

Hlekkur til skráningar er í tilkynningu á heimasíðu félagsins og í appinu, skráningu lýkur kl: 17:00 á fundardag.

Image-empty-state.png

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ sumarið 2021 á orlofsvef félagsins www.orlof.is/fvfi

Mar 2, 2021

Hægt verður að sækja um þar til 31. mars. Unnið verður úr umsóknum strax eftir páska.

Image-empty-state.png

Sveinspróf verður dagana 8. – 9. maí, 2021

Mar 2, 2021

Sveinspróf verður dagana 8. – 9. maí, 2021
Námskeið fyrir sveinspróf verður haldið dagana 3. – 6. maí.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 10. apríl, nk. eyðublöð inn á heimasíður félagsins, sendist til Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22, 105 Reykjavík, eða email flug@flug.is

Image-empty-state.png

Veiðikortið 2021

Veiðikortið 2021

Hægt er að kaupa veiðikortið hjá Flugvirkjafélagi Íslands

Image-empty-state.png

Viðtal við Guðmund Úlfar Jónsson, formann Flugvirkjafélagsins - Flugvirkjastarfið og Námsleiðir.

Feb 4, 2021

Guðmundur Úlfar Jónsson formaður Flugvirkjafélags Íslands segir frá störfum flugvirkja, námsleiðum og stöðunni í þessari iðngrein, sem Íslendingar hafa lagt fyrir sig allt frá því að fyrstu flugvélarnar flugu hérlendis.

https://podcasts.apple.com/is/podcast/19-%C3%A1byrg%C3%B0-flugvirkja-er-vi%C3%B0-far%C3%BEegana-gu%C3%B0mundur-form/id1536107720?i=1000507551907

Image-empty-state.png

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ yfir páska 31.03-07.04. Lokað verður á umsóknir 14. febrúar.

Feb 1, 2021

Í kjölfarið verður haft samband við þá sem sóttu um varðandi niðurstöðu úthlutunar, ef forföll verða hjá þeim sem fengu úthlutun verður haft samband við þann sem næstur var í röðinni.

Image-empty-state.png

Stuðningsyfirlýsing

Jan 11, 2021

Flugvirkjafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna í kjarabaráttu
þeirra við Bluebird Nordic sem og baráttu þeirra gegn gerviverktöku.

Image-empty-state.png

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ á skólafrís tímabilinu 17.02-24.02. Lokað verður á umsóknir 11. janúar.

Jan 5, 2021

Í kjölfarið verður haft samband við þá sem sóttu um varðandi niðurstöðu úthlutunar, ef forföll verða hjá þeim sem fengu úthlutun verður haft samband við þann sem næstur var í röðinni.

Image-empty-state.png

Atvinna - Nyköping í Svíþjóð bráðvantar Dash 8 B1 flugvirkja í ca 4 vikur.

Nov 24, 2020

Saab - Nyköping í Svíþjóð bráðvantar Dash 8 B1 flugvirkja í ca 4 vikur. Sömu vélar og gæslan. Möguleiki á frekari vinnu.

Image-empty-state.png
bottom of page