
Boðað hefur verið til kvennaverkfalls föstudaginn 24. október. Tilefnið er að þann dag eru 50 ár liðin frá því boðað var fyrst til Kvennafrís og 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf. Þetta var gert til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.
Flugvirkjafélag Íslands vill vekja athygli atvinnurekenda á þessum mikilvæga degi í jafnréttisbaráttu á Íslandi. Við skorum á atvinnurekendur að gefa konum og kvárum sem eru á launaskrá þeirra færi á að taka þátt í deginum.
Mikilvægt er að allur vinnumarkaður virði rétt kvenna og kvára til að sýna samstöðu. Stöndum saman og veljum jafnrétti!
