Fréttir

Kaffi eldri flugvirkja 6.júní nk.

18.05.2018

Kaffi eldri flugvirkja verður miðvikudaginn 6.júní nk klukkan 1500 í sal félagsins að Borgartúni 22. 

Aðalfundur 26.apr.2018

03.05.2018

Aðalfundur flugvirkjafélagsins var haldinn nú á dögunum í sal félagsins að Borgartúni 22.

Rafræn Kosning - Landhelgisgæslan

30.04.2018

Sett hefur verið af stað rafræn kosning fyrir félagsmenn starfandi hjá Landhelgisgæslu Íslands varðandi samþykkt á ný undirskrifuðu samkomulagi um breytingar og lengingu á gildum kjarasamning ríkisins við FVFÍ.
 
Félagsmenn eru hvattir til að fylgjast með á læstu svæði undir "Tilkynningar", þar verður að finna leiðbeiningar er varðar framkvæmd á kosningu jafnt og tengla inn á kosningarnar sjálfar.
 

Orlofshúsakerfi, sumarúthlutun og leiðbeiningar

26.04.2018

Nú hefur félagið tekið í notkun nýtt rafrænt orlofshúsakerfi sem hægt er að komast inn á með því að smella á "Orlofshús" hér að ofan.

Kerfið hefur verið virkjað og er nú opnað fyrir umsóknir fyrir sumarúthlutun 2018. 

Umsóknarfrestur er til og með 8.maí nk. 

Leiðbeiningar fyrir kerfið má nálgast hér en einnig eru útskýringar að finna á vefnum sjálfum undir "Upplýsingar"

Framboð til stjórnar

24.04.2018

 

Andri Fannar Sigurjónsson býður sig fram til meðstjórnanda í aðalstjórn FVFÍ.

 

Andri starfar í skýli og í afleysingum á línu hjá Icelandair í Keflavík og hefur sinnt trúnaðarmannastörfum þar í þágu félagsins siðastliðin ár.

 

Ársreikningur, sjúkrasjóðbreytingar og fundargerðir

19.04.2018

Hægt er að skoða afrit af ársreikningi FVFÍ fyrir árið 2017 ásamt tillögum að breytingum laga sjúkrasjóðs á læstu svæði undir tilkynningar. Þar er einnig að finna fundargerð síðasta aðalfundar haldinn í apríl 2017 og fundargerðir síðustu félagsfunda.

Minnum á aðalfund fimmtudaginn nk. þann 26.apríl.2018

Stjórnin

Kjarasamningar WOW Air og Flugfélags Íslands

17.04.2018

Niðurstaða kosninga vegna kjarasamninga FVFÍ við WOW Air og Flugfélag Íslands sem lauk klukkan 1200 í dag liggur fyrir og voru þeir samþykktir með meirihluta.
 

Aðalfundur FVFÍ 2018

16.04.2018

 

Sveinspróf Maí 2018

16.04.2018

 Námskeið fyrir sveinspróf verður haldið dagana 7-11 Maí nk.

Sveinspróf verður dagana 12 og 13 Maí nk.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 30.Apríl nk. (eyðublöð inn á heimasíðu) sendist til Flugvirkjafélag Íslands Borgartúni 22, 105 Reykjavík eða á email: flug@flug.is

Prófgjöld kr. 5.500.- Námskeiðagjald kr. 35.500.

 

 

Umsóknareyðublað má finna undir "Eyðublöð" í dálknum "Félagið" hér að ofan, einnig er hægt að nálgast það beint hér

Laust á Flúðum og Húsafelli.

16.04.2018

Laust á Flúðum og Húsafelli. 

 

Flúðir: 

 
11. - 13. maí 
 
 
Húsafell:
 
11. - 13. maí 
 

Verð kr. 15.000.- 
 
Fyrstur kemur fyrstur fær. 
 
FVFÍ 

Veiðikortið 2018 - Tilboð til félagsmanna

11.04.2018

 

Kjarasamningur FVFÍ og WOW Air undirritaður

05.04.2018

Nýr kjarasamningur FVFÍ og WOW Air var undirritaður fyrr í dag, samningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum næstkomandi mánudag klukkan 1700 í sal félagsins að Borgartúni 22 og fer svo í kosningu í framhaldi af því.

B757 to 767 Diff course

02.04.2018

 

Þann 9-23. apríl verður haldið 10 daga Differential námskeið Boeing 757-200/300 RR RB211 to Boeing 767-200/300 GE CF6 B1/B2. 
Við eigum nokkur laus sæti en kennt verður í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði. Við erum ekki komin með dagsetningar á Practical hlutann.

Áhugasamir sendi email á trainingadmin@its.is merkt:
"Diff B757 to B767" með eftirfarandi upplýsingum:

Fullt nafn:
Fæðingardagur:
Fæðingarstaður (eins og stendur í vegabréfi):
Einnig senda afrit af vegabréfi.

Kveðja Icelandair Technical Training

Framboð til stjórnar FVFÍ 2018

19.03.2018

 "Við bjóðum okkur fram til stjórnar FVFÍ apríl 2018.
 
Til formanns; Guðmundur Úlfar Jónsson, starfar sem hópstjóri í skýli hjá Icelandair
Til varaformanns; Atli Jónsson, starfar sem Planner hjá Icelandair
 
Til aðalstjórnar; Árni Freyr Sigurðsson, starfar sem línuflugvirki hjá Landhelgisgæslu Íslands. Magnús Finnbogason, starfar sem Training Manager og Technical Auditor hjá Air Iceland Connect. Jóhann Finnbogason, starfar sem línuflugvirki hjá WOW Air.
 
Til varastjórnar; Björgvin Sveinn Stefánsson og Aron Þór Sigurðsson sem starfa báðir á línu hjá WOW Air.
 
Atli, Magnús og Árni hafa sinnt stjórnarstörfum FVFÍ síðastliðin tvö ár og gefa því kost á sér áfram í sömu og breyttar stöður, aðrir hafa ekki sinnt stjórnarstörfum en margir hverjir sinnt hinum ýmsu störfum í þágu félagsins svo sem trúnaðarmennsku og þáttöku í samningarnefndum."
 

Framboðfrestur til stjórnar FVFÍ

19.03.2018

 Félagsmenn athugið, framboð til stjórnar FVFÍ þarf að hafa borist þremur dögum fyrir aðalfund sem áætlaður er í lok apríl 2018

Páskaúthlutun orlofshúsa

12.03.2018

 
Búið er að fara yfir allar umsóknir sem bárust skrifstofu Flugvirkjafélags Íslands vegna Páskaúthlutunar orlofshúsa.
 
Þeir aðilar sem hlutu úthlutun þetta árið hafa fengið tilkynningu þess efnis í tölvupósti.

Nýr starfsmaður skrifstofu

09.02.2018

 FVFÍ hefur ráðið nýjan starfsmann á skrifstofu, Önnu Þóru Jóhannsdóttur sem hóf störf í byrjun Febrúar.

Anna er lögfræðingur að mennt og starfar með núverandi skrifstofustjóra FVFÍ í húsnæði félagsins að Borgartúni 22.
 
Stjórn FVFÍ fagnar þessu skrefi í þróun félagsins sem hefur staðið yfir um þónokkurt skeið.
 
Býður stjórn FVFÍ Önnu Þóru velkomna til starfa.

Rafræn kosning á læstu svæði

20.12.2017

Rafræn kosning vegna kjarasamnings FVFÍ og SA v/ Icelandair ehf er komin á læst svæði undir "Tilkynningar", hvetjum við alla félagsmenn starfandi hjá Icelandair ehf til að kynna sér ferlið í þar til gerðum leiðbeiningum, lesa vel tilkynningu og taka þátt.

Hátíðarkveðjur,
Stjórn FVFÍ

Fundargerð félagsfundar

20.12.2017

 Fundargerð félagsfundar 20.12.2017 vegna kjarasamnings FVFÍ v/ félagsmanna starfandi hjá Icelandair ehf er komin inn á læst svæði undir "Tilkynningar"

Samninganefnd FVFÍ v/ Icelandair og stjórn FVFÍ þakka félagsmönnum fyrir vel mættan fund og góðan samhug.

Félagsfundur fyrir félagsmenn hjá Icelandair ehf vegna kjarasamnings kynningu

19.12.2017