Athyglisvert

Ný "Dirty Dozen" veggspjöld

23.04.2018

Samgöngustofa hefur undanfarið unnið í hönnun á nýjum veggspjöldum sem sýna "The Dirty Dozen", veggspjöldin sýna þær tólf megin aðstæður sem leiða til atvika og slysa í flugheiminum og er FVFÍ stoltur styrktaraðili í framleiðslu á þessum veggspjöldum. 

 

Hægt er að skoða veggspjöldin á vefsíðu Samgöngustofu hér og koma þau inn jafnóðum og lokið hefur verið við hönnun þeirra, fyrstu tvö eru tilbúin á síðunni og bera þau heitin "Skortur á samskiptum" og "Sjálfumgleði"

Björgunaræfing með gæslunni

23.04.2018

Ljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Snorri Björns fór á æfingu með Landhelgisgæslu Íslands á vegum 66°Norður, í myndbandinu má sjá flugvirkjann Helga Rafns bregða fyrir og fara yfir hin ýmsu atriði sem snúa að flugvirkjum gæslunnar.

 

Hægt er að sjá myndbandið hér að neðan;

 

ATR-42 flugslys við flugtak í Papua New Guinea

22.10.2013

 Sjá hér frétt The Aviation Herald um atvikið. Ágreiningur er um hvort að hleðsla farms  vélarinnar hafi átt þátt í atvikinu.

Airforce One á tvíbura

31.07.2013

 Flestir ef ekki allir í heiminum kannast við flugvélina Air Force One.  747 þota forseta Bandaríkjanna er líkast til ein af frægari vélum veraldar.  En kannski það sem færri vita er að það eru í raun tvær Air Force One, algerlega nákvæmlega eins.   Eins og sjá má á myndbandinu með þessari frétt þá er búið að "modda" Air Force One nokkuð mikið frá hinni hefðbundnu sem er í farþegaflugi.  Einnig er nokkuð fróðlegt að vita að ef mótor er byrjaður að sýna einhver einkenni á bilun þá er um leið skipt um hann.  Nokkuð fróðlegt myndband. 

Spartan fær 727 gefins

30.07.2013

 Flugvirkjaskólinn Spartan sem líkast til þó nokkuð margir flugvirkjar hér heima kannast við hafa fengið að gjöf frá Fed-Ex eitt stykki Boeing 727 til notkunar fyrir flugvirkjanámið. 
 
Þetta er svo sannarlega rausnarleg gjöf til þeirra Spartan manna og góð uppfærsla úr Sabreliner vélinni (Bob Hoover) sem þó nokkrir okkar fengu að kítla hér um árið. 
 
Meðfylgjandi er myndskeið þegar vélin var afhent. 
 
Einnig er hægt að skoða facebook síðu Spartan þar sem þeir eru að koma vélinni fyrir í hlaðinu og sést þar sem þurfti að rífa í sundur rafmagnsvíra til að koma vélinni fyrir í Spartan hlaðinu. 
 

Sukhoi Superjet "magalendir" á Keflavíkurflugvelli

21.07.2013

Sukhoi Superjet - 100 sem hefur verið við æfingaflug við Keflavík síðustu daga magalenti á Keflavíkurflugvelli snemma í morgun, 21. júlí, 2013.  Sjá hér frétt mbl.is um atvikið.
 
Rúmt ár er síðan Sukhoi Superjet - 100 vél flaug í hliðar fjalls á eyjunni Jövu með þeim afleiðingum að 45 létust. Sjá nánar hér.
 
Flugvélategund þessi á að marka endurkomu Rússa inn á markað farþegaflugvéla framleiðanda.
Erfiðlega hefur gengið hjá Rússum að fylla sjálfir skarð það sem Tupolev og Ilyushin flugvélar hafa fyllt síðustu áratugi. Engin innlend endurnýjun hefur verið hjá Rússum síðustu ár.
Innfluttar vélar á borð við Boeing og Airbus eru allsráðandi í innanlandsflugi og millilandaflugi Rússa.
 
 

Airbus 350 í sitt fyrsta flug

14.06.2013

Nýrri tegund af Airbus flugvélum, A350XWB (Extra Wide Body) var flogið í fyrsta skipti í dag.  Vélin tók á loft frá Blagnac flugvelli í Toulouse og stóð flugið yfir í um fjórar klukkustundir.

Aðgengi hert að flugstjórnarklefum í framtíðinni?

01.05.2013

 

Boeing 767 "Gimli glider" til sölu.

05.03.2013

Einn þekktasta glider sögunnar fer á uppboð í apríl. 
 
 

Máli gegn flugvirkjum vísað frá í Spanair slysi

27.09.2012

Hæstiréttur í Madrid hefur vísað frá máli gegn tveimur flugvirkjum sem unnu við vél Spanair

fyrir flugslysið á Barajas flugvelli 2008.

 

Sjá nánar frétt frá Avionews:

 

www.avionews.com/index.php

 

Frétt El Pais:

 

elpais.com/elpais/2012/09/19/inenglish/1348070615_049290.html

 

Tilkynning frá AEI:

 

www.airengineers.org/docs/News%202012/spanair_press_release.pdf

ED Decision 2012/004/R - Amendment to AMC material to Part M, 145, 66 and 147

02.08.2012

 Dear all,

Please not that EASA has published ED Decision 2012/004/R that is an amendment to Acceptable Means of Compliance and Guidance material to Part-M, Part-145, Part-66 and Part-147. This Decision will enter into force on 1 August 2012 and support amendments introduced by Regulation (EU) No 1149/2011 to Regulation (EC) No 2042/2003.
A

COMMISSION REGULATION (EU) No 593/2012 of 5 July 2012

02.08.2012

Dear all,

Please note that the European Commission has published a new amendment to Commission Regulation (EC) No 2042/2003 i.e. Commission Regulation (EU) No 593/2012 of 5 July 2012. This regulation introduces changes to Annex I (Part-M) and Annex II (Part-145) and according to Article 2 this regulation shall enter into force on the twentieth day following its publication in the Official Journal of the European Union.

Gríðarlegur skortur á flugvirkjum yfirvofandi

31.07.2012

Boeing flugvélaframleiðandinn hefur gefið út niðurstöður rannsóknar þar sem reynt var að gera grein fyrir þörf flugiðnaðarins á hæfu fólki til starfa næstu tvo áratugina.

Skyggnst inn í flugskýlin

17.06.2012

Skemmtileg frétt um flugvirkja og gamlar og góðar flugvélar.
 

Framtíðin í flugvélum. Vistvænar flugvélar

06.06.2012

Airfleets.net

17.05.2012

Fróðleg síða þar sem hægt er að leita sér að upplýsingum um aldur og uppruna flugvéla eða skoða flugvélaflota flugfélaga.

Skoðið hér:  www.airfleets.net

Afleiðing launaþróunar flugvirkja

24.04.2012

 
 

Concorde heimildarmynd

05.04.2012

 
(slóð inn á the documentary site)

Flugvél frá NASA á Keflavíkurflugvelli

29.03.2012

 Sjá nánar hér.

Útkall Alpha-Landhelgisgæslan

29.03.2012