top of page

Zoom leiðbeiningar

Helgi Rúnar

Sep 10, 2020

Nú varstu að fara inn á Aðalfund FVFÍ og ert í vandræðum með að fá einhvern eiginleika til að virka, hér að neðan eru nokkrar ábendingar sem gætu hjálpað, ef þitt vandamál er ekki listað hér að neðan sendið þá skilaboð helgi@flug.is eða atli@flug.is og við gerum okkar besta að koma því í lagið sem allra fyrst.


Hvernig vel ég mér nýtt nafn


Þegar félagsmenn fara inn á fundinn viljum við óska eftir því að menn skýri sig með fullu nafni og kennitölu


Dæmi; Jón Jónsson XXXXXX-XXXX eða Jón Jónsson / XXXXXX-XXXX


  1. Þeir sem eru þegar með aðgang hjá Zoom heita nú þegar því nafni sem þeir völdu þegar þeir skráðu sig en hægt er að breyta því inn á fundinum með því að velja „Participants“, velja sjálfan sig og „Rename“. 

  2. Ef menn eru ekki með aðgang hjá Zoom ætti að koma upp gluggi þegar farið er inn á fundinn þar sem hægt er að velja sér nafn.


Hljóð slökkt / Heyrist ekkert


Ef ekkert hljóð kemur upp þá er það líklega vegna þess að;


  1. Það á eftir að velja „Join audio“ niðri í vinstra horninu á skjánum í snjalltækjum eða „Join Computer Audio“ sem ætti að koma fyrir neðan mynd í tölvu.

  2. Viðkomandi er í Safari vafra, hljóð er því miður ekki supportað þar. Mælt er með Google Chrome


Myndavél kveikt


Þegar félagsmenn fara inn á fundinn höfum við stillt rýmið þannig að slökkt er á myndavél allra við innkomu, það er mikilvægt að halda því þannig þar sem að hvert skipti sem bætist við myndavél í streymið þá versna gæði streymisins vegna bandvíddar. Eina sem við biðjum um er;


  1. Slökkva á eigin myndavél ef óvart kveikt

  2. Láta vita ef það er kveikt á myndavél og viðkomandi kann ekki að slökkva sjálfur.


bottom of page