top of page

Yfirlýsing

Helgi Rúnar

Apr 27, 2021

Yfirlýsing

 

Sjá skjal hér: Yfirlýsing

 

Flugvirkjafélag Íslands sýnir Sjómannafélagi Íslands fullan stuðning í baráttu þeirra gegn drögum að frumvarpi til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá, sbr. mál nr. 92/2021

 

Flugvirkjafélag Íslands gerir ekki athugasemdir við frumvarpið um íslenska alþjóðlega skipaskrá, ef frá er talin 12. Gr. þar sem kemur fram að „Kjör skipverja í áhöfn kaupskips fer eftir þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið við stéttarfélög viðkomandi ríkja þar sem skipverji á lögheimili.“.

 

Flugvirkjafélag Íslands telur þetta vera alvarlega aðför að þeim kjarasamningsbundnum réttindum sem hafa verið í gildi á Íslandi í áratugi og telur að með þessu frumvarpi sé ekki einungis verið að snúa öllu á hvolf í heillri starfsstétt heldur opnar þetta á möguleikann að þetta muni hafa neikvæð áhrif á alla Íslenska launþega.

 

Flugvirkjafélag Íslands skorar á Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið til þess að endurskoða 12. Gr í drögum að frumvarpi til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá og/eða taka hana út í núverandi mynd.

 

 

 

Fh. FVFÍ

 

_______________________________

Jóhann Finnbogason

Ritari FVFÍbottom of page