top of page
Vetrarleiga orlofshúsa
Helgi Rúnar
Aug 22, 2023
Opnað verður fyrir vetrarleigu orlofshúsa 25. ágúst kl. 10:00 og gildir þá fyrstur bókar fyrstur fær.
Varðandi vetrarfrístímabilið 25.-30. október þá verður opnað fyrir umsóknir 6. september.
Sótt er um á www.orlof.is/fvfi undir flipanum "Umsókn um úthlutun"
Lokað verður fyrir umsóknir á miðnætti 12. september og fer úthlutun fram þann 13.
Vetrarfrí í febrúar og páskar fara í úthlutun eftir áramót.
Við viljum vekja sérstaka athygli á nýju orlofshúsi í Hyrnulandi 3, Hálöndum Akureyri.
Glæsilegt 3 herbergja hús með tveimur baðherbergjum, svefnplássi fyrir 6 manns, heitum potti og fallegu útsýni.
bottom of page