Vegna stöðu kjaraviðræðna Flugvirkjafélags Íslands og Landhelgisgæslunnar.
Helgi Rúnar
Nov 6, 2020
Stjórn Flugvirkjafélags Íslands, vill koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum flugvirkjafélags Íslands og Landhelgisgæslunnar.
Kjarasamningur rann út 31 desember 2019. og hafa samningaviðræður staðið yfir frá því í febrúar 2020 en hafa verið án árangurs, því tók við ótímabundið áður yfirlýst verkfall þann 5 nóv sl. Kl 23:58 og stendur enn. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar.
Kjarasamningur flugvirkja Landhelgisgæslunnar byggir á aðalkjarasamningi flugvirkjafélags Íslands sem er sá kjarasamningur sem allir flugvirkjar sem starfa við loftför á Íslandi taka mið af.
Því er um að ræða kjarasamning sem er sérsniðinn að fagstétt flugvirkja og þeirra störfum í samfélaginu og grundvallast hann á áratuga langri vinnu við kjarasamningagerð flugvirkja og flugrekenda á Íslandi.
Það er skýlaus krafa flugvirkjafélagsins sem sértækt stéttarfélag flugvirkja að fá að búa svo um sína félagsmenn að þeir geti notið kjarasamnings sem á sérstaklega við um þeirra fagstétt til að tryggja flugvirkjum þann aðbúnað og atvinnuumhverfi sem þarf.
Flugvirkjafélag Íslands harmar að samninganefnd ríkisins vilji ekki sjá þann kost í stöðunni að endurnýja kjarasamning flugvirkja landhelgisgæslunnar á sömu forsendum og gert hefur verið í áratugi og tryggja þeim sömu kjarasamningsbundnu ákvæði og aðrir flugvirkjar sem starfa við loftför á Íslandi.
Það er mat flugvirkjafélagsins að ágreiningurinn nái ekki til launakrafna enda hafi flugvirkjafélagið stillt kröfum um launahækkanir í hóf í sínum kjaraviðræðun að undanförnu vegna stöðu mála í samfélaginu og horfum. Því er það mat að umræða um há laun eigi ekki við.
Flugvirkjafélag Íslands vill árétta að flugvirkjar muni virða öll lög um neyðarþjónustu í verkfallsaðgerðum sínum og verða þeir flugvirkjar sem undir lögin falla til taks.
Virðingafyllst
F.h. Flugvirkjafélags Íslands
Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður.