top of page

Tilkynning – Nýr skrifstofustjóri hjá FVFÍ.

Grétar Guðmundsson

Jan 21, 2022

Sigrún Jóhannesdóttir hefur tekið við sem skrifstofustjóri hjá Flugvirkjafélagi Íslands. Hún hóf störf þann 7. janúar síðastliðinn. Sigrún er Rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst, Verkefnastjóri frá Háskóla Íslands og viðurkenndur stjórnarmaður frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.


Sigrún starfaði síðast hjá Eignaskrifstofu Reykjavíkurborgar, var framkvæmdastjóri FÍA og verkefnastjóri hjá Icebank.


Sigrún býr í miðbæ Reykjavíkur ásamt dóttur sinni Elísabetu Theu Kristjánsdóttur nema.


Stjórn flugvirkjafélagsins bárust tugir umsókna um stöðu skrifstofustjóra og var farið vel og vandlega yfir allar umsóknir sem voru margar hverjar frá mjög hæfu fólki. Sigrún varð fyrir valinu þar sem að stjórninni þótti hennar reynsla úr fyrri störfum bera vott um að hún gæti tekið við stöðunni áreynslulaust og af fagmennsku, ásamt því að hún kemur ákaflega vel fyrir og miklar ekki fyrir sér að takast á við þau verkefni sem framundan eru og fylgja því að vera eini starfsmaðurinn hjá stéttarfélagi sem á og rekur m.a. 5 orlofshús, sal í útleigu og skrifstofu í Borgartúni ásamt sameign.


Sigrún tekur við starfi Grétu Bjargmundsdóttur og vill stjórn FVFÍ þakka Grétu fyrir vel unnin störf síðastliðin 17 ár og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.


Stjórnin býður Sigrúnu velkomna til starfa með von um gott samstarf og biður félagsmenn einnig um að taka vel á móti Sigrúnu sem mun sannarlega taka vel á móti öllum.

bottom of page