top of page
Stuðningsyfirlýsing
Helgi Rúnar
Jan 11, 2021
Yfirlýsing
Flugvirkjafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna í kjarabaráttu
þeirra við Bluebird Nordic sem og baráttu þeirra gegn gerviverktöku.
Flugvirkjafélag Íslands furðar sig einnig á orðum eiganda BB Holding sem birtust 28. Janúar 2020
eftir sölu fyrirtækisins til Avia Solutions Group þar sem fram kom að þeir séu fullvissir um að
félaginu, starfsmönnum og viðskiptavinum farnist mjög vel með nýjum eiganda, en innan við ári
seinna hefur flugmönnum sem og flugvirkjum verið sagt upp störfum.
Flugvirkjafélag Íslands hvetur Bluebird Nordic til að endurskoða þessar ákvarðanir.
Stjórn FVFÍ.
bottom of page