top of page

Starfslok

Helgi Rúnar

Sep 3, 2021

Starfslok


Í dag er síðasti vinnudagurinn hennar Grétu á skrifstofunni okkar í Borgartúninu þar sem hún hefur starfað sem skrifstofustjóri og haldið öllu til haga fyrir okkur undanfarin 18 ár. Gréta varð 67 ára í byrjun árs og lætur því af störfum en verður í kallfæri til ráðgjafar fram á næsta ár í tengslum við bókhald og annað sem hennar sérþekking nær yfir.


Við þökkum Grétu kærlega fyrir að halda mjög vel utan um okkar mál, hún hefur staðið vaktina og svarað fyrirspurnum okkar félagsmanna og verið hornsteinn félagsins í langan tíma og það er ekkert of mikið sagt að erfitt verði að finna starfskraft sem fyllir í þau spor sem Gréta skilur eftir sig en fyrir hönd stjórnar óskum við Grétu alls hins besta á komandi tímum og takk fyrir samstarfið og skilninginn á okkar màlum í gegnum tíðina.


Guðmundur Úlfar Jónsson 

Formaður

bottom of page