top of page

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ sumarið 2020 á orlofsvef félagsins www.orlof.is/fvfi / Aðgerðir vegna COVID við dvöl í sumarhúsum FVFÍ

Fréttaritari

Apr 8, 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ sumarið 2020 á orlofsvef félagsins www.orlof.is/fvfi.  Hægt verður að sækja um þar til 15. apríl. Sökum aðstæðna í landinu verður greiðslu fyrir úthlutanir ekki krafist fyrr en 15. maí, og verður hægt að hætta við úthlutanir þar til þá. Þau hús sem hætt hefur verið við munu fara í endurúthlutun.


Verð eftir breytingu sem tók gildi 1. Apríl 2020 er:


Húsafell                28.000kr

Flúðir                     28.000kr

Holtaland            28.000kr

Suðursveit           19.000kr



FVFÍ vill beina til félagsmanna sem nýta sér orlofshús að gæta sérstaklega vel að þrifum þeirra. Mikilvægt er að þrífa vel alla fleti og yfirborð með sápu eða hreinlætisefnum og spritta svo fletina í kjölfarið. 


Einnig vill FVFÍ biðja þá sem finna til COVID -19 sýkingar einkenna svo sem hita, hósta, bein- vöðvaverkja eða þreytu að fara ekki orlofshús félagsins, heldur að hafa samband við skrifstofu félagsins og fá gjaldið endurgreitt. Þeir félagsmenn sem að dvelja í húsum félagsins næstu vikur og mánuði og finna fyrir einkennum COVID eftir dvölina, hafa verið greindir með COVID, eða settir í sóttkví vegna gruns eru beðnir um að hafa TAFARLAUST samband á e-mailið stjorn@flug.is svo að við getum stöðvað veru félagsmanna í viðkomandi orlofshúsi.


Kveðja 


Stjórn FVFÍ


bottom of page