Opnað hefur verið fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ á skólafrís tímabilinu 17.02-24.02. Lokað verður á umsóknir 11. janúar.
Helgi Rúnar
Jan 5, 2021
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ á skólafrís tímabilinu 17.02-24.02. Lokað verður á umsóknir 11. janúar.
Í kjölfarið verður haft samband við þá sem sóttu um varðandi niðurstöðu úthlutunar, ef forföll verða hjá þeim sem fengu úthlutun verður haft samband við þann sem næstur var í röðinni.
Verð fyrir þetta tímabil er sem hér segir:
Húsafell 28.000kr
Flúðir 28.000kr
Holtaland 28.000kr
Úthlutað verður eftir punktafjölda og félagaaldri ef aðilar eru jafnir af punktum. 60 punktar eru nýttir við þessa úthlutun.
FVFÍ vill beina til félagsmanna sem nýta sér orlofshús að gæta sérstaklega vel að þrifum þeirra. Mikilvægt er að þrífa vel alla fleti og yfirborð með sápu eða hreinlætisefnum og spritta svo fletina í kjölfarið.