top of page

Ný stjórn FVFÍ

Helgi Rúnar

May 29, 2022

Aðalfundur Flugvirkjafélags Íslands var haldinn í sal félagsins þann 25.maí sl. Mjög góð þáttaka var á fundinum en meðal mála á dagskrá var kosning nýrrar stjórnar. Kosið var um formanns- og varaformannssæti en tilnefnt var í stöðu gjaldkera sem var samþykkt samhljóða af félagsmönnum í sal.Tveir buðu sig fram sem meðstjórnendur og voru þeir báðir samþykktir samhljóða, en einnig voru tilnefndir tveir varamenn sem voru að sama skapi samþykktir samhljóða af félagsmönnum.


Fráfarandi formaður, Guðmundur Úlfar Jónsson, hélt öfluga kveðjuræðu þar sem hann þakkaði fráfarandi stjórn fyrir samstarfið ásamt félagsmönnum fyrir þau 4 ár sem hann hefur setið í formannsstól. Hann biðlaði í ræðu sinni til félagsmanna að aðstoða eftir fremsta megni við að styðja við félagið og nýja stjórn, bæði í orðum og verki, ræðu eða riti.


Ný stjórn vill hér með koma á framfæri miklu þakklæti til fráfarandi stjórnarmeðlima sem hafa sumir hverjir verið í allt að 8 ár í stjórn en það er ekki laust við að á ýmsu hafi gengið og félagið hefur þurft að taka á málum sem hafa verulega reynt á hlutaðeigandi.


Nýja stjórn skipa eftirfarandi aðilar. - Linkur á heimasíðu FVFÍ - StjórnAðalstjórn


Grétar Guðmundsson Formaður


Jón Björgvin Björnsson Varaformaður


Helgi Rúnar Þorsteinsson Gjaldkeri


Eðvald Sveinbjörnsson Ritari


Pétur Þór Guðjónsson MeðstjórnandiVaramenn


Höskuldur Goði Ólason


Elías Bergþór Gíslasonbottom of page