Lokað verður fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ á skólafrís tímabilinu 21.10-28.10 fimmtudaginn 24.09.2020
Helgi Rúnar
Sep 21, 2020
Lokað verður fyrir umsóknir í orlofshús FVFÍ á skólafrís tímabilinu 21.10-28.10 fimmtudaginn 24.09.2020. Í kjölfarið verður haft samband við þá sem sóttu um varðandi niðurstöðu úthlutunar, ef forföll verða hjá þeim sem fengu úthlutun verður haft samband við þann sem næstur var í röðinni.
Verð fyrir þetta tímabil er sem hér segir:
Húsafell 28.000kr
Flúðir 28.000kr
Holtaland 28.000kr
Úthlutað verður eftir punktafjölda og félagaaldri ef aðilar eru jafnir af punktum. 60 punktar eru nýttir við þessa úthlutun.
FVFÍ vill beina til félagsmanna sem nýta sér orlofshús að gæta sérstaklega vel að þrifum þeirra. Mikilvægt er að þrífa vel alla fleti og yfirborð með sápu eða hreinlætisefnum og spritta svo fletina í kjölfarið.
Einnig vill FVFÍ biðja þá sem finna til COVID -19 sýkingar einkenna svo sem hita, hósta, bein- vöðvaverkja eða þreytu að fara ekki orlofshús félagsins, heldur að hafa samband við skrifstofu félagsins og fá gjaldið endurgreitt. Þeir félagsmenn sem að dvelja í húsum félagsins næstu vikur og mánuði og finna fyrir einkennum COVID eftir dvölina, hafa verið greindir með COVID, eða settir í sóttkví vegna gruns eru beðnir um að hafa TAFARLAUST samband á e-mailið svo að við getum stöðvað veru félagsmanna í viðkomandi orlofshúsi.