Lagabreyting 19 GR laga FVFÍ um notkun fjarfundabúnaðs á stjórnarfundum.
Helgi Rúnar
Sep 1, 2020
LAGABREYTING
Lagabreyting 19 GR laga FVFÍ um notkun fjarfundabúnaðs á stjórnarfundum.
Kosið verður um breytinguna á aðalfundi 10 sept nk.
19. gr.
Formaður er forseti stjórnarinnar og hefur eftirlit með því að stjórnarmeðlimir sinni skyldum sínum. Hann kallar saman stjórnarfundi, er honum finnst þörf á eða annar stjórnarmaður óskar þess, og stýrir þeim. Stjórnarfundur er lögmætur þegar 5 stjórnarmenn sækja fund. Varaformaður gegnir skyldum formanns í forföllum hans. Í forföllum annarra stjórnarmanna skal viðkomandi óska eftir varastjórnarmanni í sinn stað. Við meðferð einstakra mála skal stjórnarmaður víkja sæti ef hann hefur hagsmuna að gæta sem kunna að fara í bága við hagsmuni F.V.F.Í.
Verður
19. gr.
Formaður er forseti stjórnarinnar og hefur eftirlit með því að stjórnarmeðlimir sinni skyldum sínum. Hann kallar saman stjórnarfundi, er honum finnst þörf á eða annar stjórnarmaður óskar þess, og stýrir þeim. Stjórnarfundur er lögmætur þegar 5 stjórnarmenn sækja fund. Heimilt er að kalla saman lögmætan fund með fjarfundabúnaði enda séu þá stjórnarmeðlimir sem sækja fundinn með fjarfundarbúnaði ritaðir inn á fundagerðir og tilltekið að þeir hafi sótt fund með fjarfundabúnaði. Varaformaður gegnir skyldum formanns í forföllum hans. Í forföllum annarra stjórnarmanna skal viðkomandi óska eftir varastjórnarmanni í sinn stað. Við meðferð einstakra mála skal stjórnarmaður víkja sæti ef hann hefur hagsmuna að gæta sem kunna að fara í bága við hagsmuni F.V.F.Í.