Gamlar úrklippur og heimildarmynd
Atli Jónsson
Jan 6, 2020
Góðann daginn og gleðilegt ár,
Í áraraðir söfnuðu félagsmenn og stjórnir FVFÍ brotum af flugsögu Íslands í formi blaðagreina og varðveittu í húsakynnum félagsins fyrir áhugasama til að fletta í.
Úrklippurnar innihalda megnið af þeim fluggreinum sem skrifaðar voru á árunum 1974-1981 og hefur að geyma frásagnir af mörgum áhugaverðari atvikum sem áttu sér stað á þeim tíma jafnt sem umræðunni í þjóðfélaginu um flug, flugfélög og þær stéttir sem að fluginu koma.
Stjórn FVFÍ vildi deila þessum hluta af flugsögunni með öllum þeim sem áhuga hafa og létu því færa gögnin í stafrænt form til birtingar, FVFÍ hvetur ykkur til að deila gögnunum með eldri kynslóðum og eru gögnin öllum opin til niðurhals og yfirferðar.
Einnig var gefin út stutt heimildamynd um flugvirkjun á Íslandi árið 1997 sem ber heitið "Vængjamenn og véladynur" en myndbandinu hefur einnig verið upphalað á sama ský og er opin öllum til deilingar og áhorfs.
Slóð á úrklippur og heimildarmynd hér: Úrklippur og heimildarmynd
Fyrir hönd FVFÍ
Atli Jónsson - Varaformaður