top of page

Frestun aðalfundar til 25 maí kl 19:00

Helgi Rúnar

Apr 11, 2022

Frestun aðalfundar til 25 maí kl 19:00.


Því miður hefur komið upp sú staða að bókarinn okkar til margra ára hefur glímt við veikindi að undanförnu sem hefur orðið til þess að tafir hafa orðið á afhendingu bókhaldsgagna til endurskoðanda sem vinnur ársreikning félagsins. En skv. Lögum FVFÍ skal ársreikningur birtur viku fyrir aðalfund og er ljóst á þessari stundu að það mun ekki nást.


Stjórn FVFÍ með ráðfæringu við trúnaðarráð hefur því í ljósi aðstæðna ákveðið að fresta fundi til 25 maí og við vonumst til þess að félagsmenn veiti því skilning.


Fh. Stjórnar

Guðmundur Úlfar Jónsson


bottom of page