top of page

Frestun Aðalsfundar og Félagsfundar, áframhaldandi seta stjórnar.

Atli Jónsson - Varaformaður

Apr 1, 2020

Efni: Frestun Aðalsfundar og Félagsfundar, áframhaldandi seta stjórnar


Kæru félagsmenn,


Vegna samkomubanns ríkistjórnar v/ Covid-19 ástandsins er félagsfundi sem halda átti nk. föstudag þar sem kynning á breytingu reglugerðar sjúkrasjóðs var fyrirhuguð frestað um óákveðinn tíma.


Einnig hefur stjórn FVFÍ tekið fyrir málefni er varðar aðalfund félagsins sem samkvæmt lögum FVFÍ skal halda fyrir lok apríl ár hvert og telur stjórn ekki líkur á því að hægt sé að uppfylla þau skilyrði laganna miðað við núverandi ástand. Hefur stjórn FVFÍ nú þegar upplýst trúnaðarráð félagsins um stöðu mála og eru meðlimir þess sammála því að ekki er hjá því komist að fresta aðalfundi um óákveðinn tíma þrátt fyrir lög félagsins. Að því gefnu mun núverandi stjórn halda setu sinni áfram þar til landslög heimila löglega boðaðan aðalfund.


Aðalfundur félagsins verður haldinn við fyrsta gefna tækifæri eftir að samkomubanni lýkur með þeim fyrirvara sem lög félagsins kveða á um varðandi tímaramma tilkynningaskyldu og þann undirbúning sem fundarhald krefst.


Fyrir hönd stjórnar FVFÍ

Atli Jónsson - Varaformaður

bottom of page