Flugvirkjafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðning við Eflingu í baráttu þeirra vegna uppsagnar trúnaðarmanns hjá Icelandair á Reykjavíkurflugvelli.
Fréttaritari
Oct 6, 2021
Flugvirkjafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðning við Eflingu í baráttu þeirra vegna uppsagnar trúnaðarmanns hjá Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. FVFÍ telur að með uppsögninni séu Icelandair og Samtök Atvinnulífsins sem að samkvæmt Eflingu hafa staðið með uppsögninni, að gera aðför að uppsagnarvernd trúnaðarmanna en hún er mikilvæg stoð í umhverfi stéttarfélaga til að viðhalda vinnufrið í störfum sínum í þágu félagsmanna.
Lög um stéttarfélög og vinnudeilur (80/1938) tekur skýrt fram að trúnaðarmenn skuli eigi gjalda fyrir störf sín í þágu félagsins eða vera í hættu á að sæta uppsögn vegna slíkra trúnaðastarfa:
„ 4. gr.
Atvinnurekendum, verkstjórum og öðrum trúnaðarmönnum atvinnurekenda er óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar- eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum með:
a. uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn,
b. fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum.“
„ 11. gr.
Atvinnurekendum og umboðsmönnum þeirra er óheimilt að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna eða láta þá á nokkurn annan hátt gjalda þess, að stéttarfélag hefur falið þeim að gegna trúnaðarmannsstörfum fyrir sig. Nú þarf atvinnurekandi að fækka við sig verkamönnum, og skal þá trúnaðarmaður að öðru jöfnu sitja fyrir um að halda vinnunni.“
FVFÍ fordæmir þar af leiðandi þessar aðgerðir Icelandair og SA sem ekki er hægt að túlka á neinn annan hátt en aðför að réttindum íslenskra launamanna til að sinna félagsstörfum og skorar á Icelandair að gangast við mistökum sínum og draga uppsögnina til baka.
Fyrir hönd stjórnar FVFÍ
Atli Jónsson - Varaformaður
Hlekkur á myndband og svo upplýsingasíðu frá Eflingu:
Hlekkur á myndband og svo upplýsingasíðu frá Eflingu:
https://www.facebook.com/efling.is/posts/2625128354299777
https://www.efling.is/vid-stydjum-olofu-og-hladmenn-a-reykjavikurflugvelli/