top of page

Flugvirkjafélag Íslands kynnir spennandi fræðsluferð um Hvalfjörð

Fréttaritari

May 6, 2022

Góðan daginn kæru eldri flugvirkjar.

Flugvirkjafélgið ætlar að bjóða eldri flugvirkjum í spennandi fræðslu og skemmtiferð miðvikudaginn 18. maí ef næg þátttaka næst.


Komdu með í spennandi fræðslu og skemmtiferð miðvikudaginn 18.maí nk. 

Við leggjum í hann kl. 13:15 undir leiðsögn Friðþórs Eydals fyrrv. blaðafulltrúa Varnarliðsins 

sem eru flestum öðrum fróðari um sögu seinni heimstyrjaldar á Íslandi.

Farið verður um Hvalfjörð og ferðalöngum sagt frá Hvalfirði á stríðsárunum og veru hernámsliðsins í firðinum.

Við skoðum hernámssetrið að hlöðum sem Gaui litli rekur og verður hann þar og sýnir okkur safnið,

þar fáum við okkur hressingu.

Ef veður leyfir þá verður stoppað á markverðum stöðum.


Dagur: Miðvikudagurinn 18.maí

Tími: 13:15 - 18:30 ( Mæting kl.13 og rúta fer 13.15)

Fararastjóri: Sveinbjörn Finnsson form. Atburðanefndar Flugvirkjafélagsins.

Leiðsögumaður: Friðþór Eydal fyrrv. blaðafulltrúi Varnarliðsins.


Vinsamlegast sendið okkur e-mail á flug@flug.is og setjið inn texta " ég hef áhuga á fræðsluferð um Hvalfjörð"

Til að við getum áttað okkur á ca. fjölda sem hafa áhuga.

Annars þarf ekki að skrá sig, bara mæta um kl.13.00 Miðvikudaginn 18.maí.

Góða ferð. :-)

bottom of page