top of page

Flugvirkjafélag Íslands 75 ára.

Grétar Guðmundsson

Jan 21, 2022

Í dag eru liðin 75 ár frá stofnun Flugvirkjafélags íslands.


Félagið var formlega stofnað á Hótel Winston á Reykjavíkurflugvelli þann 21.janúar 1947.


Það voru 33. menn sem þangað komu til að ræða tillögur undirbúningsnefndar, en fyrir fundinn lágu fyrir drög að lögum væntanlegs félags.


Þennan dag var Flugvirkjafélag Íslands formlega stofnað og voru í fyrstu stjórn þeir Jón N. Pálsson, formaður, Dagur Óskarsson, ritari og Sigurður Ingólfsson, gjaldkeri.


Þrír varamenn voru einnig kosnir, þeir Ásgeir Magnússon varaformaður, Sigurður Ágústsson vararitari og Sigurður Erlendsson varagjaldkeri.


Stefnt er á að halda uppá þessi tímamót þegar samkomutakmarkanir leyfa.


Stjórn Flugvirkjafélags Íslands óskar félagsmönnum öllum til hamingju með daginn.

bottom of page