top of page

Breyting á úthlutunum og verði á orlofshúsum félagsins.

Fréttaritari

Feb 24, 2020

Stjórn FVFÍ hefur ákveðið að breyta úthlutunum og verði á orlofshúsum félagsins. Breytingarnar koma til með að hefjast 1. apríl næstkomandi.


  • Leigutímabil lengist úr 2 dögum í 3, og er því hægt að bóka húsin frá fimmtudegi til sunnudags, eða föstudegi til mánudags án aukagjalds.


  • Leiguverð verður nú það sama fyrir Húsafell, Flúðir og Holtaland, 17.000kr fyrir vetrartímann og aukanótt á 3000kr og sumarleiga á 28.000kr. Suðursveit verður áfram á 19.000kr yfir sumartímabilið.


Opið er fyrir umsóknir fyrir páska 2020 fyrir tímabilið 08 apríl – 15 apríl, og verður úthlutað eftir punktum. Lokað verður á umsóknir 29 febrúar og úthlutað í kjölfarið.

bottom of page