top of page

Aðalfundur flugvirkjafélagsins 10 sept nk kl: 19:00 - Rafrænn!

Helgi Rúnar

Sep 1, 2020

Aðalfundur flugvirkjafélagsins 10 sept nk kl: 19:00 - Rafrænn!


Áður auglýstur aðalfundur FVFÍ verður haldin rafrænt þann 10 sept kl: 19:00. Linkur verður birtur á vefsvæðum félagsins og munum við halda fundinn með þessu sniði þar sem óheimilt er að boða fund fyrir fleiri en 100 vegna COVID 19.


Rafræn kosning stjórnar og trúnaðarráðs verður opnuð á fundinum og frambjóðendur tilkynntir skv framboðslista.

Ný stjórn tekur við þegar kosningu líkur.

Rafræn samþykkt eða höfnun ársreikninga verður einnig opnuð.


Á dagskrá: 


Stjórnin gerir grein fyrir störfum sínum á liðnu starfsári.

Endurskoðaðir reikningar sjóða F.V.F.Í. fyrir liðið starfsár lagðir fram til samþykktar.

Lagabreytingar, ef tillögur liggja fyrir.

Kosning stjórnar og varastjórnar samkvæmt framboðslista 17. gr. laga FVFÍ. 

Kosning trúnaðarráðs.

Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur mál, sem löglega hafa verið borin upp á fundinum.

Önnur mál ef tími leyfir. 

 

Minnum á að frestur til að skila inn framboði til stjórnarsetu rennur út þremur dögum fyrir aðalfund eða undir lok dags mánudaginn 7 sept. Framboð þurfa að berast á skrifstofu félagsins í Borgartúni 22.


Hefð hefur verið fyrir því að sveinsprófstakar fái afhennt sveinsbréf á fundinum en af því verður ekki í ár en við viljum biðla til þeirra að sækja sveinsbréfin sín á skrifstofu FVFÍ. 

bottom of page