Aðalfundur FVFÍ 2021 - rafrænt á Zoom fimmtudaginn 29. apríl kl. 19:00.
Helgi Rúnar
Apr 13, 2021
Aðalfundur FVFÍ 2021 verður haldinn rafrænt á Zoom fimmtudaginn 29. apríl kl. 19:00. Skráningarhlekkur fyrir fundinn verður birtur í appi og á heimasíðu félagsins.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lagabreytingar
3. Reglugerðarbreytingar á reglugerð sjúkrasjóðs
4. Önnur mál
5. Opnað verður fyrir rafræna kosningu á umkjósanlegum liðum fundarins
Tillögur til lagabreytinga verða að hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund.
Ársreikningur verður eingöngu birtur rafrænt í ár fyrir fund vegna aðstæðna í landinu, hægt er að nálgast eintak í snjallforriti og á heimasíðu félagsins.
Framboðum skal skila til skrifstofu F.V.F.Í. skriflega eigi síðar en 3 dögum fyrir aðalfund.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórnin
