Fréttir

Airbus 350 í sitt fyrsta flug

14.06.2013

Nýrri tegund af Airbus flugvélum, A350XWB (Extra Wide Body) var flogið í fyrsta skipti í dag.  Vélin tók á loft frá Blagnac flugvelli í Toulouse og stóð flugið yfir í um fjórar klukkustundir.

Kvörtun FVFÍ til Persónuverndar vegna myndbandsupptökubúnaðar

09.06.2013

 

Kvörtun FVFÍ til Persónuverndar vegna myndbandsupptökubúnaðar

09.06.2013

 Hægt er að skoða kvörtun FVFÍ til Persónuverndar vegna myndbandsupptöku við línuaðstöðu ITS í Keflavík á læstu svæði félagsmanna undir flipanum Tilkynningar. 
 

Flugvirkjafélag Íslands vinnur mál gegn ríkinu

03.06.2013

 Fréttatilkynning frá Flugvirkjafélagi Íslands, 3. júní 2013.

 

 

 

Flugvirkjafélagi Íslands dæmd samningsaðild
vegna flugvirkja hjá Flugmálastjórn

 


Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Flugvirkjafélag Íslands fari með samningsaðild fyrir flugvirkja sem starfa hjá Flugmálastjórn við gerð kjarasamnings við fjármálaráðuneytið. Þetta er niðurstaða dóms sem uppkveðinn var sl. fimmtudag.

 

Flugvirkjafélagið höfðaði mál gegn ríkinu til þess að fá kjarasamningsaðild þessa viðurkennda. Hafði stéttarfélagið um árabil krafist þess ítrekað f.h. flugvirkjanna að gerður yrði kjarasamningur við þá, en flugvirkjarnir hafa fram til þessa starfað hjá stofnuninni án kjarasamnings. Flugmálastjórn hafði fallist á þá málaleitan Flugvirkjafélagsins en fjármálaráðuneytið hins vegar ávallt synjað um gerð kjarasamnings.

 

Í niðurstöðu sinni kemst Félagsdómur að þeirri niðurstöðu að Flugvirkjafélagið eigi rétt til samningsaðildar samkvæmt heimild í lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, enda sé Flugvirkjafélagið fagstéttarfélag flugvirkja á landsvísu og uppfylli að öðru leyti skilyrði fyrir samningsaðild.

 

Í niðurstöðunni voru takmarkanir á fjölda félagsmanna starfandi hjá ríkinu samkvæmt lögunum ekki taldar setja samningsaðild Flugvirkjafélagsins skorður, enda yrði að túlka slíkar takmarkanir þröngt með hliðsjón af stjórnarskrárvörðu félagafrelsi manna, sem einnig væri varið af Mannréttindasáttmála Evrópu. Takmarkanirnar yrði einnig að túlka þröngt með vísan til meginreglu samningaréttarins um samningsfrelsi.

 

Þá féllst dómurinn ekki á þau sjónarmið ríkisins að meint bann við verkfallsrétti eða að flugvirkjarnir hefðu eftirlit með öðrum flugvirkjum stæðu í vegi fyrir samningsaðild Flugvirkjafélagsins.

 

Stjórn FVFÍ.

 

 

 

Upplýsingar frá Flugmálastjórn um skírteini og nám flugvéltæknis.

02.06.2013

Flugmálastjórn Íslands hefur uppfært á heimasíðu stofnunarinnar upplýsingar sem snúa að Part 66 skírteini flugvélatækna. Ef farið er á eftirfarandi link http://www.caa.is/Einstaklingar/FlugveltaeknarPart66/ þá er hægt að lesa sig til um þær.

Kaup fest á nýju sumarhúsi

27.05.2013

FVFÍ hefur fest kaup á orlofshúsi í Húsafelli til útleigu fyrir félagsmenn og þeirra fjölskyldur sumar sem vetur og jafnframt selt sumarhús félagsins í Aðaldal

Ábending frá Flugmálastjórn Íslands varðandi vottunarréttindi

09.05.2013

 Að gefnu tilefni vill Flugmálastjórn vekja athygli á að handhafa skírteinis flugvéltæknis er ekki heimilt að neyta vottunarréttinda sinna nema hann hafi á undanförnum tveimur árum fengið sex mánaða reynslu af viðhaldi í samræmi við þau réttindi sem skírteini flugvéltæknis veitir, eða uppfyllt ákvæði um útgáfu viðeigandi réttinda (Part 66.A.20(b)2). 

Vottuð fyrirtæki eru öll búinn að koma sér upp kerfi til að skrá og halda utanum þessa reynslu, en hins vegar getur þetta verið vandamál hjá einyrkjum sem sinna viðhaldi loftfara í almannaflugi. Flugmálastjórn hvetur flugvéltækna og viðhaldsvotta til þess að skrá reynslu af viðhaldi sem getur m.a. komið sér vel til að aflétta takmörkunum (limitation) í Part-66 skírteini þegar við á. 

Fyrir neðan er greinin sem um ræðir og viðhengt er AMC & GM fyrir Part 66.A.20(b)2. 

(b) The holder of an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 

1. in compliance with the applicable requirements of Annex I (Part-M) and Annex II (Part-145); 
and 

2. in the preceding two-year period he/she has, either had six months of maintenance experience 
in accordance with the privileges granted by the aircraft maintenance licence or, met 
the provision for the issue of the appropriate privileges; and 

3. he/she has the adequate competence to certify maintenance on the corresponding aircraft; 
and 

4. he/she is able to read, write and communicate to an understandable level in the language(s) 
in which the technical documentation and procedures necessary to support the issue of the 
certificate of release to service are written. Samsvarandi grein er hægt að finna í reglugerð númer 400/2008 er varðar þjóðarskírteini sem er bein þýðing frá ICAO Annex I, sjá fyrir neðan. 

4.2.2.2 Heimildir handhafa skírteinis flugvéltæknis sem tilgreindar eru í gr. 4.2.2.1 skulu aðeins gilda: 
  
c) með því skilyrði að á síðastliðnum 24 mánuðum hafi handhafi skírteinisins 
annaðhvort starfað við skoðun, þjónustu eða viðhald á loftfari eða íhlutum í 
samræmi við réttindi þau er skírteinið veitir í minnst 6 mánuði, eða hann hafi 
uppfyllt á fullnægjandi hátt að mati Flugmálastjórnar þau skilyrði sem tilskilin 
eru fyrir útgáfu skírteinisins með þeim réttindum sem það veitir. 

Aðgengi hert að flugstjórnarklefum í framtíðinni?

01.05.2013

 

Útilegukortið 2013 fyrir félagsmenn FVFÍ

10.04.2013

 FVFÍ býður Útilegukortið 2013 á góðu verði til félagsmanna sinna, aðeins 9000kr.
 

Hægt er að nálgast kortið á skrifstofu félagsins að Borgartúni 22 á opnunartíma 10-15 alla virka daga.
 
Einnig er hægt að hafa samband í síma 5621610 eða email flug@flug.is 

Veiðikortið 2013 fyrir félagsmenn FVFÍ

10.04.2013

FVFÍ býður veiðikortið 2013 á góðu verði til félagsmanna sinna, aðeins 4000kr.
 

Hægt er að nálgast kortið á skrifstofu félagsins að Borgartúni 22 á opnunartíma 10-15 alla virka daga.
 
Einnig er hægt að hafa samband í síma 5621610 eða email flug@flug.is 

Heilsuvernd fyrir flugvirkja á aldursbilinu 50 - 67 ára.

13.03.2013

 Í tilefni mottumars!

Ríkislögreglustjóri gekk of langt í bakgrunnsathugunum

12.03.2013

 
Perónuvernd hefur úrskurðað í kæru frá FVFÍ, FFÍ og FÍA vegna misbeitingar ríkislögreglustjóra á framkvæmd bakgrunnsathugana samkvæmt loftferðalögum.

Boeing 767 "Gimli glider" til sölu.

05.03.2013

Einn þekktasta glider sögunnar fer á uppboð í apríl. 
 
 

Samningatækninámskeið hjá flugvirkjafélaginu

02.03.2013

Til að undirbúa samninganefndir fyrir komandi kjarasamningaviðræður var ákveðið að halda samningatækninámskeið til að fræða og til að stappa í menn stálinu fyrir átök framtíðarinnar.

Opni háskólinn sá um kennsluna og var Sigurður Ragnarsson stundakennari við HR fenginn í kennsluna, Sérsvið Sigurðar eru leiðtogafræði, samningatækni og markaðsfræði.
 
Þátttakendur eru sammála um ágæti námskeiðsins og er möguleiki á að FVFÍ muni mennta hópinn enn frekar.

 

Lausar helgar á Flúðum og Húsafelli

26.02.2013

 Lausar helgar á Flúðum 
 
Flúðir                                                                                                            
26. - 28. apríl                                          
 
 
Verð kr. 14.000.-  sama verð fyrir eldri flugvirkja.
Þeir sem ekki greiða í orlofssjóð 17.000.- 
 
 
 
 
 
 

Tilkynning frá stjórn FVFÍ

24.02.2013

Niðurstaða  liggur fyrir í deilum FVFÍ og Icelandair vegna fyrirhugaðra breytinga á hlutadeild Icelandair (ITS)

Flugvirkjanemar í verklegu námi

21.02.2013

Flugvirkjar læra loks á heimavelli

"Avionics upgrade" á Dash 8 hjá Flugfélagi Íslands

09.02.2013

 Sjá vandaða grein um breytingu á Dash 8 á vefsíðu Aviation Weekly. 
 
 

10 ára afmælisrit tímaritsins Flugið

29.01.2013

Frábært tímarit um íslenska flugheiminn. FVFÍ mælir með að flugvirkjar kynni sér þetta tímarit en þar er farið um víðan völl.
 

Flugfélagið Ernir að gera góða hluti

29.01.2013

Nokkrir meðlimir FVFÍ halda flotanum hjá Erni á lofti með stakri prýði.