Fréttir

Kaffi eldri flugvirkja 6.júní nk.

18.05.2018

Kaffi eldri flugvirkja verður miðvikudaginn 6.júní nk klukkan 1500 í sal félagsins að Borgartúni 22. 

Aðalfundur 26.maí.2018

03.05.2018

Aðalfundur flugvirkjafélagsins var haldinn nú á dögunum í sal félagsins að Borgartúni 22.

Rafræn Kosning - Landhelgisgæslan

30.04.2018

Sett hefur verið af stað rafræn kosning fyrir félagsmenn starfandi hjá Landhelgisgæslu Íslands varðandi samþykkt á ný undirskrifuðu samkomulagi um breytingar og lengingu á gildum kjarasamning ríkisins við FVFÍ.
 
Félagsmenn eru hvattir til að fylgjast með á læstu svæði undir "Tilkynningar", þar verður að finna leiðbeiningar er varðar framkvæmd á kosningu jafnt og tengla inn á kosningarnar sjálfar.
 

Rafræn kosning - Samkomulag FVFÍ og LHG v/kjarasamninga

30.04.2018

ATH. Kosningu lýkur fimmtudaginn 03.maí nk klukkan 12:00, félagsmenn eru hvattir til að kynna sér innihald samnings og kjósa tímanlega.

Rafræn Kosning - Leiðbeiningar

30.04.2018

 Leiðbeiningar fyrir rafræna kosningu má finna HÉR.

Niðurstöður kosningu v/ kjarasamnings FVFÍ og WOW Air

28.04.2018

Formlega niðurstöðu rafrænnar kosningar sem haldin var á dögunum vegna kjarasamnings FVFÍ og WOW Air má nálgast hér

Orlofshúsakerfi, sumarúthlutun og leiðbeiningar

26.04.2018

Nú hefur félagið tekið í notkun nýtt rafrænt orlofshúsakerfi sem hægt er að komast inn á með því að smella á "Orlofshús" hér að ofan.

Kerfið hefur verið virkjað og er nú opnað fyrir umsóknir fyrir sumarúthlutun 2018. 

Umsóknarfrestur er til og með 8.maí nk. 

Leiðbeiningar fyrir kerfið má nálgast hér en einnig eru útskýringar að finna á vefnum sjálfum undir "Upplýsingar"

Framboð til stjórnar

24.04.2018

 

Andri Fannar Sigurjónsson býður sig fram til meðstjórnanda í aðalstjórn FVFÍ.

 

Andri starfar í skýli og í afleysingum á línu hjá Icelandair í Keflavík og hefur sinnt trúnaðarmannastörfum þar í þágu félagsins siðastliðin ár.

 

Ný "Dirty Dozen" veggspjöld

23.04.2018

Samgöngustofa hefur undanfarið unnið í hönnun á nýjum veggspjöldum sem sýna "The Dirty Dozen", veggspjöldin sýna þær tólf megin aðstæður sem leiða til atvika og slysa í flugheiminum og er FVFÍ stoltur styrktaraðili í framleiðslu á þessum veggspjöldum. 

 

Hægt er að skoða veggspjöldin á vefsíðu Samgöngustofu hér og koma þau inn jafnóðum og lokið hefur verið við hönnun þeirra, fyrstu tvö eru tilbúin á síðunni og bera þau heitin "Skortur á samskiptum" og "Sjálfumgleði"

Björgunaræfing með gæslunni

23.04.2018

Ljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Snorri Björns fór á æfingu með Landhelgisgæslu Íslands á vegum 66°Norður, í myndbandinu má sjá flugvirkjann Helga Rafns bregða fyrir og fara yfir hin ýmsu atriði sem snúa að flugvirkjum gæslunnar.

 

Hægt er að sjá myndbandið hér að neðan;

 

Ársreikningur, sjúkrasjóðbreytingar og fundargerðir

19.04.2018

Hægt er að skoða afrit af ársreikningi FVFÍ fyrir árið 2017 ásamt tillögum að breytingum laga sjúkrasjóðs á læstu svæði undir tilkynningar. Þar er einnig að finna fundargerð síðasta aðalfundar haldinn í apríl 2017 og fundargerðir síðustu félagsfunda.

Minnum á aðalfund fimmtudaginn nk. þann 26.apríl.2018

Stjórnin

Ársreikningur 2017 og tillögur að lagabreytingum sjúkrasjóðs

19.04.2018

Ársreikningur FVFÍ 2017 liggur fyrir og má nálgast hér að neðan, einnig eru tillögur að lagabreytingum sjúkrasjóðs sem kosið verður um á komandi aðalfundi í hlekk hér að neðan.


Kjarasamningar WOW Air og Flugfélags Íslands

17.04.2018

Niðurstaða kosninga vegna kjarasamninga FVFÍ við WOW Air og Flugfélag Íslands sem lauk klukkan 1200 í dag liggur fyrir og voru þeir samþykktir með meirihluta.
 

Aðalfundur FVFÍ 2018

16.04.2018

 

Sveinspróf Maí 2018

16.04.2018

 Námskeið fyrir sveinspróf verður haldið dagana 7-11 Maí nk.

Sveinspróf verður dagana 12 og 13 Maí nk.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 30.Apríl nk. (eyðublöð inn á heimasíðu) sendist til Flugvirkjafélag Íslands Borgartúni 22, 105 Reykjavík eða á email: flug@flug.is

Prófgjöld kr. 5.500.- Námskeiðagjald kr. 35.500.

 

 

Umsóknareyðublað má finna undir "Eyðublöð" í dálknum "Félagið" hér að ofan, einnig er hægt að nálgast það beint hér

Laust á Flúðum og Húsafelli.

16.04.2018

Laust á Flúðum og Húsafelli. 

 

Flúðir: 

 
11. - 13. maí 
 
 
Húsafell:
 
11. - 13. maí 
 

Verð kr. 15.000.- 
 
Fyrstur kemur fyrstur fær. 
 
FVFÍ 

Veiðikortið 2018 - Tilboð til félagsmanna

11.04.2018

 

Atlantsflug auglýsir eftir flugvirkja

10.04.2018

 

FLUGVIRKI ÓSKAST / MECHANIC WANTED (ENGLISH BELOW)

Atlantsflug leitar eftir flugvirkja til starfs sem fyrst. Starfið felst í almennri viðhaldsvinnu á flugvélum félagsins sem og vinnu fyrir utanaðkomandi aðila (fixed wing og þyrlur).

Félagið leitar eftir aðila sem hefur hæfni til að annast viðhaldsstjórnun, utanumhald varahluta auk allrar almennrar viðhaldsvinnu sem tengist félaginu. Boðið er upp á fjölbreytt starf þar sem viðkomandi verður þátttakandi í daglegum rekstri og tæki virkan þátt í uppbyggingu á nýjum viðhaldsaðstöðum félagsins.

Kynningarbréf og ferilskrá sendist á umsokn@flightseeing.is fyrir 25. apríl 2018. 
Öllum umsækjendum verður svarað að umsóknarfresti loknum. 
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

----------------------------------------

Atlantsflug is looking for a Part 66 mechanic to maintain Atlantsflug aircraft and aircraft in contracted maintenance (fixed wing and helicopters).

Job will include, among other tasks, the daily supervision of company’s aircraft under CAMO, parts ordering and other maintenance facility related work. The position is a multitask job where the individual will be involved in the daily operation of Atlantsflug as well as taking part in setting up our new maintenance facility.

Interested individuals are asked to send an application or inquiries to umsokn@flightseeing.is before April 25th. All applications will be handled as confidential and all candidates will receive an answer after the deadline.

Kjarasamningur FVFÍ og WOW Air undirritaður

05.04.2018

Nýr kjarasamningur FVFÍ og WOW Air var undirritaður fyrr í dag, samningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum næstkomandi mánudag klukkan 1700 í sal félagsins að Borgartúni 22 og fer svo í kosningu í framhaldi af því.

B757 to 767 Diff course

02.04.2018

 

Þann 9-23. apríl verður haldið 10 daga Differential námskeið Boeing 757-200/300 RR RB211 to Boeing 767-200/300 GE CF6 B1/B2. 
Við eigum nokkur laus sæti en kennt verður í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði. Við erum ekki komin með dagsetningar á Practical hlutann.

Áhugasamir sendi email á trainingadmin@its.is merkt:
"Diff B757 to B767" með eftirfarandi upplýsingum:

Fullt nafn:
Fæðingardagur:
Fæðingarstaður (eins og stendur í vegabréfi):
Einnig senda afrit af vegabréfi.

Kveðja Icelandair Technical Training