Fréttir

Norwegian auglýsir eftir flugvirkjum

06.12.2018

Norwegian auglýsir eftir flugvirkjum til vinnu í skýli sínu á Gardermoen flugvelli í Osló.

Áhugasamir geta kynnt sér stöðurnar og sótt um hér

Tilkynning vegna sértæks lífeyrissjóðs

28.11.2018

Flugvirkjar athugið!

Sálfræðiþjónusta fyrir félagsmenn FVFÍ

05.10.2018

Samningur undirritaður milli Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ) og Líf og Sál ehf (L&S) sálfræðistofu

Heilsuvernd fyrir flugvirkja á aldursbilinu 50 - 67 ára.

27.09.2018

Sjúkrasjóður FVFÍ stendur fyrir átaki fyrir virka sjóðsfélaga og bíður öllum sjóðsfélögum á aldursbilinu 50 - 67 ára upp á ítarlega heilsufarsskoðun hjá Heilsuvernd ehf,

Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogi sími 510 6500 

Kveðja 
Stjórn sjúkrasjóðs FVFÍ 

 

Stuðningsyfirlýsing við FFÍ

26.09.2018

Meðfylgjandi er formleg stuðningsyfirlýsing Flugvirkjafélags Íslands við Flugfreyjufélag Íslands vegna hótana Icelandair um uppsagnir félagsmanna FFÍ starfandi þar.

Peysur merktar FVFÍ

13.09.2018

Flugvirkjafélagið hefur aftur hafið sölu á peysum. Í þetta skiptið eru 4 peysur frá 66 Norður í boði fyrir félagsmenn.

Verðið helst óbreytt frá því síðast. 5.000kr peysan*.

Peysurnar verða seldar á skrifstofu FVFÍ á skrifstofutíma.

*Hámark 1 peysa af hverri tegund á mann.

 

 

Kjarasamningur FVFÍ og Ernis samþykktur

12.09.2018

Niðurstaða úr rafrænni kosningu varðandi kjarasamning FVFÍ og Flugfélagsins Ernis liggur fyrir og var samningurinn samþykktur með meirihluta greiddra atkvæða

Kjarasamningur FVFÍ og Arctic Maintenance samþykktur

27.08.2018

Kjarasamningur FVFÍ og Arctic Maintenance samþykktur

Sveinspróf 29 og 30 september

22.08.2018

 Námskeið fyrir sveinspróf verður haldið dagana 24. -27. september, nk.

Sveinspróf verður dagana 29. og 30. september, nk.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 14.Sept nk. (eyðublöð inn á heimasíðu) sendist til Flugvirkjafélag Íslands Borgartúni 22, 105 Reykjavík eða á email: flug@flug.is

Prófgjöld kr. 5.500.- Námskeiðagjald kr. 35.500.

 

Þeir sem hafa verið meðlimir FVFÍ í 6 mánuði greiða ekki fyrir námskeið.

 

 

Umsóknareyðublað má finna undir "Eyðublöð" í dálknum "Félagið" hér að ofan, einnig er hægt að nálgast það beint hér

WOW Air auglýsir í stöðu Maintenance planner

13.08.2018

WOW Air auglýsir í stöðu Maintenance Planners, hægt er að sjá frekari upplýsingar og sækja um hér

Orlofshúsa úthlutun

03.08.2018

Þriðjudaginn 7. ágúst næstkomandi mun opna fyrir sumarhúsaúthlutun fyrir tímabilið september - október. Reglan fyrstur kemur fyrstur fær gildir.

Opið er fyrir viku eða helgarleigu.

Umsóknir og greiðslur fara í gegnum orlofahúsavefinn www.orlof.is/fvfi

Úthlutunum fyrir skólafrís tímabilið helgina 22-24 febrúar verður lokið fyrir 10 desember 2018.

Stefnan er að hafa opna 6 mánuði fram í tímann yfir vetrarmánuði, og munu þeir opna hver mánaðarmót.

Rafræn kosning - Kjarasamningur FVFÍ við Bláfugl

02.08.2018

Kosning v/ kjarasamnings FVFÍ við Bláfugl hefst í dag 02.ágúst klukkan 13:00 og lýkur þann 13.ágúst klukkan 12:00, eru félagsmenn hvattir til að kynna sér innihald samnings og nýta atkvæðisrétt sinn.

Kosningu er að finna hér á síðunni á læstu svæði undir "tilkynningar", athugið að skilaboð sem segja Engin kosning fannst mun birtast þeim sem nota hlekkinn þar til 13:00.

Rafræn kosning - Kjarasamningur FVFÍ við Bláfugl

02.08.2018

Rafræn kosning - Kjarasamningur FVFÍ við Bláfugl

**Athugið að vegna sumarleyfa er skertur afrgreiðslutími á skrifstofu félagsins, einnig er skrifstofan lokuð yfir verslunarmannahelgi, þoli fyrirspurnir ekki bið er félagsmönnum heimilt að hafa samband í síma 846-2676 eða senda tölvupóst á atli@flug.is**

Allt sem flýgur hátíðin á Hellu

11.07.2018

Lausar helgar í orlofshúsum í sumar **Uppfært**

27.06.2018

Laust í orlofshúsum félagsins í sumar

 

Klifatangi í Suðursveit.

Hús 1                                  Hús 2  

27. júli – 3. ágúst                       27. júlí – 3. ágúst

24.  – 31. ágúst                         24. – 31 ágúst

Verð kr. 19.000.-

 

FVFÍ

Atvinnuauglýsing - Viðskiptastýring Icelandair

26.06.2018

Icelandair auglýsir eftir starfsmanni í Viðskiptastýringu hjá Icelandair á innkaupadeild.

Atvinnuauglýsing - Receiving Inspector Icelandair

26.06.2018

Icelandair óskar eftir flugvirkja í starf Receiving Inspector við innleiðingu og samþyki varahluta.

Framkvæmdir við Borgartún 22

26.06.2018

Framkvæmdir standa nú yfir við Borgartún 22​

Gistimiðar á Hótel Eddu

12.06.2018

Gistimiðar á Hótel Eddu. 

Orlofssjóður FVFÍ niðurgreiðir gistingu á Hótel Eddu til félagsmanna. Félagsmenn bóka sjálfir á hótelunum, en taka fram að þeir muni greiða meða gistimiða frá stéttarfélagi. Gistimiðar eru til sölu á skrifstofu félagsins á kr. 8.000.- 

 

Hver miði gildir fyrir tvo í gistingu í tveggja manna herbergi með handlaug í eina nótt. 

 

Ekki er innifalin morgunverður.

 

Stjórn FVFÍ. 

Framkvæmdir við orlofshús - Holtaland

12.06.2018

Framkvæmdir stóðu yfir við orlofshús FVFÍ í Holtalandi Akureyri nú á dögunum, var lóðafrágangur kláraður að mestu og hellulagt að framan verðu jafnt og meðfram húsi.

Vert er að taka fram að ekki er hellulögn hugsuð fyrir bílaumferð og því félagsmenn hvattir til þess að forðast það með öllu.