Fréttir

Kaffi eldri flugvirkja verður miðvikudaginn 8. maí

24.04.2019

Kaffi eldri flugvirkja verður miðvikudaginn 8. maí, kl. 15:00 

Stjórn FVFÍ 

Sumarstarf hjá Icelandair - Maintenance Planning

16.04.2019

Icelandair auglýsir eftir sumarstarfsmanni til afleysinga í Maintenance Planning deild fyrirtækisins, starfið er að hluta til unnið á dag og kvöldvöktum.

Áhugasamir geta kynnt sér starfið frekar og sótt um hér.

Kennari óskast í Part-147 deild Icelandair

04.04.2019

Icelandair hefur opnað fyrir umsóknir í kennarastarf hjá Part-147 deild fyrirtækisins, áhugasamir geta lesið nánar og sótt um í hlekknum hér fyrir neðan.

WOW Gjaldþrot, eyðublöð og upplýsingar

02.04.2019

Kæru félagsmenn,

Hér að neðan er að finna þær upplýsingar sem fram komu á félagsfundi haldinn þann 01.Apríl.2019 vegna gjaldþrots WOW Air, öll gögn sem hér ber að finna skal meðhöndla sem trúnaðargögn og er dreifing á birtu efni með öllu óheimil.

Á fundinum stigu í pontu Jón Sigurðsson lögfræðingur sem kemur til með að sjá um að lýsa öllum kröfum í þrotabú og ábyrgðarsjóð launa þar sem við á og eru þær glærur sem hann notaði við kynningu að finna hér að neðan, einnig er hægt að lesa yfir glærur frá Gísla Davíð lögfræðingi frá VMST sem útskýrði ferli VMST við úrvinnslu á umsóknum atvinnuleysisbóta og umsókna um greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa.

Stjórn FVFÍ sammældist um að veita lán fyrir áunnum en ógreiddum launum vegna mars mánaðar og eru öll eyðublöð sem þarf til umsóknar um lánveitingu að finna hér að neðan, upplýsingar um skilmála láns er einnig að finna inn á eyðublöðum.

Stjórn FVFÍ ítrekar að eyðublöðin (3 talsins komi félagsmaður til með að nýta lánveitingu) þurfa að berast félaginu í frumriti undirrituð og dagsett. Fylgigögn mega berast í tölvupósti, öll gögn og fyrirspurnir sendist á wow@flug.is

 

Öll eyðublöðin er hægt að fylla út rafrænt og útskýringarmyndir sem sýna þá reiti er að finna við hlið hvers eyðublaðs, félagsmenn eru hvattir til að fylla eyðublöðin út í tölvu, prenta og undirrita til að forðast allar villur í uppsetningu.

FVFÍ leitar að vefstjóra

01.04.2019

Veiðikortið 2019

31.03.2019

Veiðikortið 2019 er komið út. Korthafar geta veitt að vil í 34 veiðivötnum vítt og breitt um landið auk þess sem börn yngri en 14 ára veiða frítt með korthafa. 

 

Félögum FVFÍ býðst að kaupa kortið í gegnum starfsmannafélagið á tilboðsverði á aðeins 5000 kr.-

 

Til að notfæra sér tilboðið þarf að panta það í gegnum félagið með tölvupósti á flug@flug.is eða í síma 562-1610.

Tilkynning til félagsmanna starfandi hjá WOW Air

28.03.2019

FVFÍ vill benda flugvirkjum starfandi hjá WOW á að atvinnuleysisbætur eru greiddar frá þeim degi sem sótt er um, sjá tilkynningu á síðu VMST;

 

https://www.vinnumalastofnun.is/frettir/2019/03/ordsending-til-starfsmanna-wow-air

Fundur fyrir félagsmenn starfandi hjá WOW Air

28.03.2019

Sumarúthlutun Orlofshúsa

11.03.2019

Í sumar verður boðið upp á orlofsdvöl í orlofshúsum félagsins á Flúðum, Húsafelli, Holtaland á Akureyri  og Klifatanga í Suðursveit þar sem eru tvö hús. 

Bústaðirnir á Flúðum, í Húsafelli og Holtalandi á Akureyri eru heilsárshús með heitum potti en helstu upplýsingar um húsin er að finna á orlofshúsasíðu félagsins á www.orlof.is/fvfi 

 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir og opið er fyrir umsóknir til og með 18. apríl 2019 

 

Leigutími er vika í senn frá föstudegi til föstudags, komutími er kl. 16:00, brottför kl. 12:00.


Úthlutun er samkvæmt punktaeign félagsmanns.

Verð: 

Flúðir:  26.000.-

Húsafell: 26.000.-

Holtaland: 33.000.-

Suðursveit: 19.000.- 

 

Kveðja

FVFÍ 

Laust í orlofshúsum

19.02.2019

Félagið vill vekja athygli á lausum helgum í orlofshúsum félagsins, hægt er að bóka í gegnum vefinn á www.orlof.is/fvfi

Búið er að breyta uppsetningu leigu frá og með 1. maí 2019, að allir dagar eru lausir til bókunar, þó er ekkert mál að bæta við virkum dögum við allar bókanir fram að því í gegnum skrifstofu félagsins flug@flug.is

Húsafell:

26/4 - 28/4

3/5 - 5/5

10/5 - 12/5

17/5 - 19/5

Flúðir:

05/4 - 07/4

10/5 - 12/5

17/5 - 19/5

Kveðja

 

Stjórnin

B1 - B2 Námskeið á vegum tækniskólans

31.01.2019

Tækniskólinn kemur til með að halda B2 námskeið á vorönn sinni, auglýsingu og skráningarform er að finna hér. Umsóknarfrestur er til 11.febrúar nk.

Athugið að námskeiðið er fyrir B1 flugvirkja sem vilja bæta við sig B2 réttindum.

Kjarasamningur FVFÍ við Bláfugl samþykktur

28.01.2019

 

 

Niðurstöður úr rafrænni kosningu v/ kjarasamnings FVFÍ við Bláfugl liggja fyrir og var samningurinn samþykktur með öllum nýttum atkvæðum.

Sveinspróf 16 & 17 Mars

14.01.2019

 Námskeið fyrir sveinspróf verður haldið dagana 11. -15. Mars, nk.

Sveinspróf verður dagana 16. og 17. Mars, nk.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 01.Mars nk. (eyðublöð inn á heimasíðu) sendist til Flugvirkjafélag Íslands Borgartúni 22, 105 Reykjavík eða á email: flug@flug.is

Prófgjöld kr. 5.500.- Námskeiðagjald kr. 35.500.

 

Þeir sem hafa verið meðlimir FVFÍ í 6 mánuði greiða ekki fyrir námskeið.

 

 

Umsóknareyðublað má finna undir "Eyðublöð" í dálknum "Félagið" hér að ofan, einnig er hægt að nálgast það beint hér

Landhelgisgæsla Íslands leitar að flugvirkja

11.01.2019

Sjá nánar á:

https://capacent.com/is/radningar/storf/landhelgisgaesla-islands/flugvirki-12361/

Páska úthlutun orlofshúsa

08.01.2019

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús FVFÍ fyrir páskavikuna 2019. Tímabilið er 17-24 apríl.

Opið er fyrir umsóknir til 22. febrúar næstkomandi.

 

Kveðja

Stjórn

Tilkynning vegna sértæks lífeyrissjóðs

28.11.2018

Flugvirkjar athugið!

Sálfræðiþjónusta fyrir félagsmenn FVFÍ

05.10.2018

Samningur undirritaður milli Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ) og Líf og Sál ehf (L&S) sálfræðistofu

Heilsuvernd fyrir flugvirkja á aldursbilinu 50 - 67 ára.

27.09.2018

Sjúkrasjóður FVFÍ stendur fyrir átaki fyrir virka sjóðsfélaga og bíður öllum sjóðsfélögum á aldursbilinu 50 - 67 ára upp á ítarlega heilsufarsskoðun hjá Heilsuvernd ehf,

Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogi sími 510 6500 

Kveðja 
Stjórn sjúkrasjóðs FVFÍ 

 

Stuðningsyfirlýsing við FFÍ

26.09.2018

Meðfylgjandi er formleg stuðningsyfirlýsing Flugvirkjafélags Íslands við Flugfreyjufélag Íslands vegna hótana Icelandair um uppsagnir félagsmanna FFÍ starfandi þar.

Peysur merktar FVFÍ

13.09.2018

Flugvirkjafélagið hefur aftur hafið sölu á peysum. Í þetta skiptið eru 4 peysur frá 66 Norður í boði fyrir félagsmenn.

Verðið helst óbreytt frá því síðast. 5.000kr peysan*.

Peysurnar verða seldar á skrifstofu FVFÍ á skrifstofutíma.

*Hámark 1 peysa af hverri tegund á mann.