Fréttir

WOW Air auglýsir í stöðu Maintenance planner

13.08.2018

WOW Air auglýsir í stöðu Maintenance Planners, hægt er að sjá frekari upplýsingar og sækja um hér

Orlofshúsa úthlutun

03.08.2018

Þriðjudaginn 7. ágúst næstkomandi mun opna fyrir sumarhúsaúthlutun fyrir tímabilið september - október. Reglan fyrstur kemur fyrstur fær gildir.

Opið er fyrir viku eða helgarleigu.

Umsóknir og greiðslur fara í gegnum orlofahúsavefinn www.orlof.is/fvfi

Rafræn kosning - Kjarasamningur FVFÍ við Bláfugl

02.08.2018

Kosning v/ kjarasamnings FVFÍ við Bláfugl hefst í dag 02.ágúst klukkan 13:00 og lýkur þann 13.ágúst klukkan 12:00, eru félagsmenn hvattir til að kynna sér innihald samnings og nýta atkvæðisrétt sinn.

Kosningu er að finna hér á síðunni á læstu svæði undir "tilkynningar", athugið að skilaboð sem segja Engin kosning fannst mun birtast þeim sem nota hlekkinn þar til 13:00.

Rafræn kosning - Kjarasamningur FVFÍ við Bláfugl

02.08.2018

Rafræn kosning - Kjarasamningur FVFÍ við Bláfugl

**Athugið að vegna sumarleyfa er skertur afrgreiðslutími á skrifstofu félagsins, einnig er skrifstofan lokuð yfir verslunarmannahelgi, þoli fyrirspurnir ekki bið er félagsmönnum heimilt að hafa samband í síma 846-2676 eða senda tölvupóst á atli@flug.is**

Atvinnuauglýsing

02.08.2018

Viðhaldssvið Icelandair á Keflavíkurflugvelli óskar eftir flugvirkjum

Skertur opnunartími skrifstofu

31.07.2018

Sökum sumarleyfa hjá starfsmönnum á skrifstofu er opnunartími skertur og er nú 8-12.

Atvinnuauglýsing

26.07.2018

ICELANDAIR ÓSKAR EFTIR ÖFLUGUM LIÐSMÖNNUM TIL STARFA HJÁ TÆKNISVIÐI FÉLAGSINS Í HAFNARFIRÐI

Atvinnuauglýsing

17.07.2018

WOW air auglýsir lausa stöðu flugvirkja til þess að viðhalda flugvélar á línu í Keflavík.

Leitað er eftir flugvirkja sem er tilbúinn að vinna fjölbreytt flugvirkjastörf á krefjandi vinnustað.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Viðurkennt flugvirkjanám, EASA Part-66 skírteini.
  • Sveinspróf í flugvirkjun.
  • Hreint sakavottorð.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Góð tölvukunnátta.
  • A320/A330 réttindi æskileg eða sambærileg réttindi.
  • Úrræðagóður og sveigjanlegur.

 

AÐRAR UPPLÝSINGAR

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1500 hörkuduglegir starfsmenn.


NÁNARI UPPLÝSINGAR

Frekari fyrirspurnir um störfin má senda á starf@wow.is.

 

Umsóknarfrestur til og með 1. ágúst 2018
 
Hægt er að sækja um starfið inn á heimasíðu WOW air
 
 

Allt sem flýgur hátíðin á Hellu

11.07.2018

Lausar helgar í orlofshúsum í sumar **Uppfært**

27.06.2018

Laust í orlofshúsum félagsins í sumar

 

Klifatangi í Suðursveit.

Hús 1                                  Hús 2  

27. júli – 3. ágúst                       27. júlí – 3. ágúst

24.  – 31. ágúst                         24. – 31 ágúst

Verð kr. 19.000.-

 

FVFÍ

Atvinnuauglýsing - Viðskiptastýring Icelandair

26.06.2018

Icelandair auglýsir eftir starfsmanni í Viðskiptastýringu hjá Icelandair á innkaupadeild.

Atvinnuauglýsing - Receiving Inspector Icelandair

26.06.2018

Icelandair óskar eftir flugvirkja í starf Receiving Inspector við innleiðingu og samþyki varahluta.

Framkvæmdir við Borgartún 22

26.06.2018

Framkvæmdir standa nú yfir við Borgartún 22​

Gistimiðar á Hótel Eddu

12.06.2018

Gistimiðar á Hótel Eddu. 

Orlofssjóður FVFÍ niðurgreiðir gistingu á Hótel Eddu til félagsmanna. Félagsmenn bóka sjálfir á hótelunum, en taka fram að þeir muni greiða meða gistimiða frá stéttarfélagi. Gistimiðar eru til sölu á skrifstofu félagsins á kr. 8.000.- 

 

Hver miði gildir fyrir tvo í gistingu í tveggja manna herbergi með handlaug í eina nótt. 

 

Ekki er innifalin morgunverður.

 

Stjórn FVFÍ. 

Framkvæmdir við orlofshús - Holtaland

12.06.2018

Framkvæmdir stóðu yfir við orlofshús FVFÍ í Holtalandi Akureyri nú á dögunum, var lóðafrágangur kláraður að mestu og hellulagt að framan verðu jafnt og meðfram húsi.

Vert er að taka fram að ekki er hellulögn hugsuð fyrir bílaumferð og því félagsmenn hvattir til þess að forðast það með öllu.

 

Aðalfundur 26.apr.2018

03.05.2018

Aðalfundur flugvirkjafélagsins var haldinn nú á dögunum í sal félagsins að Borgartúni 22.

Rafræn Kosning - Leiðbeiningar

30.04.2018

 Leiðbeiningar fyrir rafræna kosningu má finna HÉR.

Orlofshúsakerfi, sumarúthlutun og leiðbeiningar

26.04.2018

Nú hefur félagið tekið í notkun nýtt rafrænt orlofshúsakerfi sem hægt er að komast inn á með því að smella á "Orlofshús" hér að ofan.

Kerfið hefur verið virkjað og er nú opnað fyrir umsóknir fyrir sumarúthlutun 2018. 

Umsóknarfrestur er til og með 8.maí nk. 

Leiðbeiningar fyrir kerfið má nálgast hér en einnig eru útskýringar að finna á vefnum sjálfum undir "Upplýsingar"

Ný "Dirty Dozen" veggspjöld

23.04.2018

Samgöngustofa hefur undanfarið unnið í hönnun á nýjum veggspjöldum sem sýna "The Dirty Dozen", veggspjöldin sýna þær tólf megin aðstæður sem leiða til atvika og slysa í flugheiminum og er FVFÍ stoltur styrktaraðili í framleiðslu á þessum veggspjöldum. 

 

Hægt er að skoða veggspjöldin á vefsíðu Samgöngustofu hér og koma þau inn jafnóðum og lokið hefur verið við hönnun þeirra, fyrstu tvö eru tilbúin á síðunni og bera þau heitin "Skortur á samskiptum" og "Sjálfumgleði"

Björgunaræfing með gæslunni

23.04.2018

Ljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Snorri Björns fór á æfingu með Landhelgisgæslu Íslands á vegum 66°Norður, í myndbandinu má sjá flugvirkjann Helga Rafns bregða fyrir og fara yfir hin ýmsu atriði sem snúa að flugvirkjum gæslunnar.

 

Hægt er að sjá myndbandið hér að neðan;