Fréttir

Sumarúthlutun Orlofshúsa

11.03.2019

Í sumar verður boðið upp á orlofsdvöl í orlofshúsum félagsins á Flúðum, Húsafelli, Holtaland á Akureyri  og Klifatanga í Suðursveit þar sem eru tvö hús. 

Bústaðirnir á Flúðum, í Húsafelli og Holtalandi á Akureyri eru heilsárshús með heitum potti en helstu upplýsingar um húsin er að finna á orlofshúsasíðu félagsins á www.orlof.is/fvfi 

 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir og opið er fyrir umsóknir til og með 18. apríl 2019 

 

Leigutími er vika í senn frá föstudegi til föstudags, komutími er kl. 16:00, brottför kl. 12:00.


Úthlutun er samkvæmt punktaeign félagsmanns.

Verð: 

Flúðir:  26.000.-

Húsafell: 26.000.-

Holtaland: 33.000.-

Suðursveit: 19.000.- 

 

Kveðja

FVFÍ