Fréttir

Sálfræðiþjónusta fyrir félagsmenn FVFÍ

05.10.2018

Samningur undirritaður milli Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ) og Líf og Sál ehf (L&S) sálfræðistofu

-

Nú á dögunum undirritaði FVFÍ og L&S sálfræðistofa samning um styrkta sálfræðiþjónustu fyrir félagsmenn FVFÍ, átakið er styrkt af sjúkrasjóði félagsins.

-

Andleg veikindi hafa verið töluvert meira áberandi og í umræðunni nú í seinni tíð en þekktist áður og vill félagið taka virkan þátt í því að aðstoða sína félagsmenn við að takast á við þau. Telur félagið það vera þarft skref í að tryggja sína félagsmenn til framtíðar. Sálfræðiþjónusta getur verið dýrt og erfitt ferli og vill FVFÍ því aðstoða félagsmenn við að fá þá aðstoð sem viðkomandi þarf og jafnvel taka af skarið við að hefja áframhaldandi meðferð á eigin kostnað kjósi hann/hún að gera svo.

-

Líf og Sál sálfræðistofa hefur í árabil sinnt sambærilegri þjónustu fyrir mörg stór fyrirtæki og stéttarfélög við góðar undirtektir og er viðurkennt af Vinnumálastofnun sem ráðgjafi um sálfélagslega áhættuþætti á vinnustöðum. Hægt er að kynna sér allt um fyrirtækið jafnt sem starfsemi þeirra á heimasíðu þeirra hér. Fagmennska og trúnaður eru í fyrrirúmi hjá L&S og því er hverjum félagsmanni falinn kóði til að einkenna viðkomandi, FVFÍ fær því ekki upplýsingar um hver er að sækja þjónustuna hverju sinni en getur í stað þess notast við kóðann til þess að halda utan um þjónustuna (T.d. félagsmaður 1,2,3), algerri nafnleynd er því heitið.

-

Fyrirkomulagið er með þeim hætti að hver félagsmaður hefur rétt á fimm viðtalstímum (Klukkustund hver) á ári, þeir fimm tímar geta verið nýttir fyrir félagsmann, maka og/eða börn, þó ekki fleiri en fimm tímar í heild.

-

Ferlið er sem slíkt;

  • Félagsmaður hefur samband við Líf og Sál, kynnir sig sem félagsmann FVFÍ og bókar viðtalstíma.
  • Við fyrstu heimsókn framvísir félagsmaður gildu félagsskírteini til að staðfesta félagsaðild (Sé skírteini útrunnið eða týnt er hægt að hafa samband við skrifstofu FVFÍ og fá úthlutað nýju).
  • Komi til þess að félagsmaður og/eða viðtalandi telji klukkustund ekki nægja í einni setu getur félagsmaður nýtt annan af sínum tímum eða greitt aukagjald sjálf/ur.
  • FVFÍ greiðir reikning af Félagsmanni 1, umræddur félagsmaður hefur nýtt 1/5 af sínum viðtalstímum

-

Sé frekari upplýsinga krafist er hægt að hafa samband við skrifstofu FVFÍ í síma 562-1610 eða senda póst á flug@flug.is

Fullri nafnleynd er einnig heitið í öllum fyrirspurnum varðandi þjónustuna sem berast félaginu.