Fréttir

Atvinnuauglýsing

02.08.2018

Viðhaldssvið Icelandair á Keflavíkurflugvelli óskar eftir flugvirkjum

Við leitum að öflugum starfsmönnum til starfa í stærsta flugskýli landsins. Um er að ræða spennandi og krefjandi starf í tæknivæddu og alþjóðlegu starfsumhverfi, þar sem öryggi, áreiðanleiki og hágæða vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.

Starfssvið:

Almenn flugvirkjastörf í stórskoðunum á B757-200/300, B767-300 og B737-MAX

Afleysingar í línuumhverfi á Keflavíkurflugvelli koma einnig til greina, séu tilskilin réttindi fyrir hendi

Hæfniskröfur:

Próf frá viðurkenndum skóla í flugvirkjun

Lögð er áhersla á færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Góð enskukunnátta er nauðsynleg

Reynsla af vinnu í tölvuvæddu umhverfi

Áhugi á að ná árangri í starfi og metnað til að vinna sem hluti af öflugri liðsheild

Nánari upplýsingar veita:

Hörður Már Harðarson, netfang: hordurh@icelandair.is

Sveina Berglind Jónsdóttir, netfang: sveinaj@icelandair.is

Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út á vef okkar www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 12. ágúst 2018.