Fréttir

Framkvæmdir við Borgartún 22

26.06.2018

Framkvæmdir standa nú yfir við Borgartún 22​

Unnið er að því að rífa upp malbik og steypta stétt við húsið, endurnýja/yfirleggja slitlög við allar hliðar hússins og breyta aðkomu við inngang að B22.

Félagsmenn og aðrir sem gera sér ferð í skrifstofu félagsins á næstunni eru beðnir um að virða vinnusvæðið og leggja bílum á stóra bílaplani fyrir aftan húsið (Suðvestur hlið) eða á öðrum nærliggjandi svæðum.