Fréttir

Félagsfundur v/ Icelandair ehf - 11.12.2017

13.12.2017
 Kæru félagar,
 
Þann 11.12.2017 var haldinn félagsfundur fyrir félagsmenn FVFÍ starfandi hjá Icelandair ehf, fundurinn var haldinn í aðstöðu félagsins að Borgartúni 22 klukkan 18:00.
 
Farið var yfir stöðu samninga og niðurstöðu rafrænnar kosningar jafnt sem að opnað var fyrir spurningar úr sal varðandi hvort tveggja, þáttaka var góð og til fundar mættu rúmlega 130 manns samkvæmt mætingarlista, einróma stuðningur hljóðaði um vinnu og ákvarðanir stjórnar jafnt og samninganefndar í sal.
 
Vill stjórn Flugvirkjafélags Íslands og samninganefnd FVFÍ v/ Icelandair ehf þakka félagsmönnum fyrir vel heppnaðan fund og benda á að formlega fundargerð má lesa undir "Tilkynningar" á læstu svæði hér á vefnum.