Fréttir

Sending smáskilaboða

06.12.2017
 Í dag þann 06.12.2017 var send út tilkynning í gegnum smáskilaboða kerfi FVFÍ á símanúmer félagsmanna starfandi hjá Icelandair ehf. 

Eingöngu var um að ræða tilkynningu þess efnis að kosning væri yfirvofandi og upplýsingar um hvernig hægt væri að nálgast hana, því hefur misferlið engin áhrif á kosninguna sjálfa.

Margar ábendingar hafa borist að menn hafi ekki fengið skilaboð send þrátt fyrir tilkynningu og því vill FVFÍ biðja umrædda aðila um að senda póst á flug@flug.is með nafni og símanúmeri þannig að hægt sé að uppfæra kerfið.

Farið var þá leið að senda sömu tilkynningu á tölvupóstfang á alla þá sem smáskilaboðunum var beint að og vonum við að umræddur póstur hafi skilað sér.

Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.