Fréttir

Airforce One á tvíbura

31.07.2013
 Flestir ef ekki allir í heiminum kannast við flugvélina Air Force One.  747 þota forseta Bandaríkjanna er líkast til ein af frægari vélum veraldar.  En kannski það sem færri vita er að það eru í raun tvær Air Force One, algerlega nákvæmlega eins.   Eins og sjá má á myndbandinu með þessari frétt þá er búið að "modda" Air Force One nokkuð mikið frá hinni hefðbundnu sem er í farþegaflugi.  Einnig er nokkuð fróðlegt að vita að ef mótor er byrjaður að sýna einhver einkenni á bilun þá er um leið skipt um hann.  Nokkuð fróðlegt myndband.