Fréttir

Spartan fær 727 gefins

30.07.2013
 Flugvirkjaskólinn Spartan sem líkast til þó nokkuð margir flugvirkjar hér heima kannast við hafa fengið að gjöf frá Fed-Ex eitt stykki Boeing 727 til notkunar fyrir flugvirkjanámið. 
 
Þetta er svo sannarlega rausnarleg gjöf til þeirra Spartan manna og góð uppfærsla úr Sabreliner vélinni (Bob Hoover) sem þó nokkrir okkar fengu að kítla hér um árið. 
 
Meðfylgjandi er myndskeið þegar vélin var afhent. 
 
Einnig er hægt að skoða facebook síðu Spartan þar sem þeir eru að koma vélinni fyrir í hlaðinu og sést þar sem þurfti að rífa í sundur rafmagnsvíra til að koma vélinni fyrir í Spartan hlaðinu.