Fréttir

Sukhoi Superjet "magalendir" á Keflavíkurflugvelli

21.07.2013
Sukhoi Superjet - 100 sem hefur verið við æfingaflug við Keflavík síðustu daga magalenti á Keflavíkurflugvelli snemma í morgun, 21. júlí, 2013.  Sjá hér frétt mbl.is um atvikið.
 
Rúmt ár er síðan Sukhoi Superjet - 100 vél flaug í hliðar fjalls á eyjunni Jövu með þeim afleiðingum að 45 létust. Sjá nánar hér.
 
Flugvélategund þessi á að marka endurkomu Rússa inn á markað farþegaflugvéla framleiðanda.
Erfiðlega hefur gengið hjá Rússum að fylla sjálfir skarð það sem Tupolev og Ilyushin flugvélar hafa fyllt síðustu áratugi. Engin innlend endurnýjun hefur verið hjá Rússum síðustu ár.
Innfluttar vélar á borð við Boeing og Airbus eru allsráðandi í innanlandsflugi og millilandaflugi Rússa.