Fréttir

Gríðarlegur skortur á flugvirkjum yfirvofandi

31.07.2012
Boeing flugvélaframleiðandinn hefur gefið út niðurstöður rannsóknar þar sem reynt var að gera grein fyrir þörf flugiðnaðarins á hæfu fólki til starfa næstu tvo áratugina.
Skemmst er frá því að segja að þörf er á u.þ.b. sex hundruð þúsund flugvirkjum á þessum tíma.  Það sem eykur vandann er að það tekur venjulega allt að fimm ár að mennta og þjálfa flugvirkja með réttindi, þannig að þó farið sé í átak til að fjölga í stéttinni þá er svoleiðis átak ekki að skila sér að fullu fyrr en í lok þessa áratugar.
 
Augljósa niðurstaðan er að þeir viðhaldsaðilar sem taka virkann þátt í menntun og þjálfun nema, hljóta að vera í bestu stöðunni til að tryggja eðlilega nýliðun og/eða fjölgun í tækniliði sínu og samkeppnishæfni til framtíðar.
 
Nánar er farið yfir þetta í frétt á vefútgáfu Air Transport World