Verklagsreglur bókhalds

 Verklagsreglur bókhalds FVFI
 
1.gr.
Verklagsreglur bókhalds FVFI eru samþykktar af stjórn FVFI. Breytingar á verklagsreglum skulu tilkynntar til endurskoðanda félagsins.
 
2.gr.
Verklagsreglur þessar gilda fyrir fyrir sjóði félagsins, Félagssjóð og Orlofssjóð, sem og Sjúkrasjóð Flugvirkjafélagss Íslands kt.460790-1589
 
3.gr.
Gjaldkeri varðveitir sjóði félagsins og verðbréf. Hann ber ábyrgð á greiðslu reikninga og færslu sjóðbóka og höfuðbóka, svo og ábyrgur fyrir ársreikningum sjóðanna og reikningsskilum til endurskoðanda. Þetta skal framkvæmt fyrir 15. mars ár hvert.
 
4.gr.
Formaður skal, að beiðni gjaldkera, úrskurða um hvort reikningar viðkoma rekstri félagsins.
 
5.gr.
Stjórnin hefur með höndum sjóði félagsins og aðrar eignir, sem ávaxtast á þann hátt er aðalfundur ákveður.
 
6.gr.
Gjaldkeri samþykkir alla reikninga félagsins. Þó getur vara-formaður samþykkt reikninga í samráði við gjaldkera ef slíkt ber upp á.
 
7.gr.
Gjaldkeri og vara-formaður greiða enga reikninga enda skulu þeir ekki hafa slíkt aðgengi að bankareikningum félagssins sem gerir það mögulegt.
 
8.gr.
Skrifstofustjóri greiðir alla reikninga. Þó getur formaður félagsins einnig greitt reikninga ef skrifstofustjóri á það ekki mögulegt vegna orlofs, veikinda eða öðru slíku.
 
9.gr.
Reikningur telst samþykktur ef gjaldkeri eða vara-formaður hefur kvittað á hann með eigin rithönd.
 
10.gr.
Eingöngu eru greiddir þeir reikningar sem þegar hafa verið samþykktir. Þó má greiða reikninga áður en þeira hafa verið samþykktir til að koma í veg fyrir aukin kostnað fyrir félagið enda sé það mat skrifstofustjóra/formanns að ekki sé neitt óeðlilegt við reikninginn sem greiða skal. Reikningur skal samþykktur eins fljótt og verða má.
 
11.gr.
Eingöngu má bóka þá reikninga sem þegar hafa verið samþykktir. Ef ósamþykktur reikningur berst bókara skal hann hafa samband við gjaldkera félagsins.