Orlofshúsareglur

 

ORLOFSREGLUR

REGLUGERÐ FYRIR ORLOFSHEIMILASJÓÐ FLUGVIRKJAFÉLAGS ÍSLANDS.

1. gr. Sjóðurinn heitir Orlofsheimilasjóður Flugvirkjafélags Íslands.

2. gr. Tilgangur Sjóðsins er að koma upp og reka orlofsheimili fyrir félagsmenn Flugvirkjafélags Íslands og fjölskyldur þeirra.

3. gr. Tekjur sjóðsins eru:

a) Samningsbundin gjöld atvinnurekenda til sjóðsins.

b) Leigugjöld af orlofsheimilum í eigu sjóðsins.

c) Vaxtatekjur.

d) Aðrar tekjur, sem aðalfundur FVFÍ kann að ákveða.

4.gr. Stjórn FVFÍ annast vörslu sjóðsins á sama hátt og annara sjóða félagsins. Beinan kostnað vegna reksturs Orlofsheimilasjóðs, skal greiða úr Orlofsheimilasjóði.

5. gr. Bygging og rekstur Orlofsheimila í samvinnu við önnur stéttar- félög skal vera í samræmi við gildandi samstarfssamning á hverjum tíma.

6. gr. Stjórn FVFÍ skal skipa 2 fulltrúa í orlofsheimilanefnd til þriggja ára í senn, skulu þeir sjá um að auglýsa meðal félagsmanna, eftir umsóknum um orlofsdvalir og úthluta þeim í samræmi við gildandi úthlutunarreglur á hverjum tíma.

7. gr. Ekkjur fráfallinna félagsmanna skulu njóta áunninna réttinda þeirra.

8. gr. Reglugerð þessari má breyta á sama hátt og félagslögum FVFÍ. Breytingar eru þó ekki háðar staðfestingu stjórnar Alþýðu- sambands Íslands.

Reykjavík, 7. apríl 1975.

Endurskoðað janúar 1976.

Endurskoðað júlí 1999.